Fótbolti

„Mér fannst þetta bara ó­sann­gjörn úr­slit“

Arnar Skúli Atlason skrifar
Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls,var ánægður með spilamennsku sinna stelpna en ósáttur með úrslitin.
Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls,var ánægður með spilamennsku sinna stelpna en ósáttur með úrslitin. Vísir/Pawel Cieslikiewicz

Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls var svekktur í leikslok eftir 1-0 tap á móti toppliði Breiðabliks.

Breiðabliskonur skoruðu í upphafi leiks og lifðu á því marki út leikinn. Tindastólsliðið skapaði sér ekki mörg færi í kvöld en fékk mjög gott færi undir lokin til að fá eitthvað út úr leiknum.

„Þetta var bara ógeðslega svekkjandi. Við vorum betra liðið í dag og stjórnuðum báðum hálfleikjum mjög vel, með og án bolta. Pressan okkar var góð í dag, langstærstan hluta leiksins og mér fannst þetta bara ósanngjörn úrslit og mjög svekktur með það. Einn besti leikur Tindastólsliðsins í langan tíma,“ sagði Halldór.

„Við byrjuðum ekkert á hælunum. Þær bara skora gott mark og það gerist bara. Mér fannst við byrja þennan leik heilt yfir vel bara, eins og þú sagðir réttilega. Við tókum svo yfir þennan leik hægt og bítandi eins og við ætluðum að gera og stjórnuðum honum og sköpuðum góð færi,“ sagði Halldór.

„Við fengum einn á móti markmanni í lokin, sem var færið sem við vorum að bíða eftir. Eðlilega fáum við ekki mörg færi því Breiðablik fær ekki mörg færi á sig. Við fengum þó færi til að skora og jafna og hefðum að mínu mati geta unnið leikinn ef við hefðum skorað,“ sagði Halldór.

„Heilt yfir ótrúlega stoltur af stelpunum, frábær leikur en hundfúll með úrslitin og þetta er eitthvað sem við tökum með okkur áfram í næsta leik sem er aftur heimaleikur á móti Stjörnunni,“ sagði Halldór.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×