Sport

Simone Biles hoppaði upp í 3,6 metra hæð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Simone Biles er á leið á sína þriðju Ólympíuleika en hún er 27 ára gömul.
Simone Biles er á leið á sína þriðju Ólympíuleika en hún er 27 ára gömul. Getty/Jamie Squire

Bandaríska fimleikakonan Simone Biles er kannski bara 142 sentímetrar á hæð en það kemur ekki veg fyrir að hún getur hoppað upp í svakalega hæðir í æfingum sínum. Þetta sýndi hún heldur betur á úrtökumótinu fyrir Ólympíuleikana í París.

Biles tryggði sér sæti í Ólympíuliði Bandaríkjanna með sannfærandi frammistöðu á úrtökumóti bandaríska fimleikasambandsins.

Biles fór að venju á kostum í gólfæfingunum sem hófust á lagi Taylor Swift sem heitir „Ready for It?“ Biles var svo sannarlega tilbúin og bauð upp á frábær tilþrif.

Mælingar á stökkkrafti Biles í gólfæfingunum sýna að hún hoppaði upp í 3,6 metra hæð (tólf fet) sem er næstum því þreföld hæð hennar sjálfrar.

Stökk hennar eru mikil háloftasýning eins og sést á þessum tölum.

Augun verða á Biles á leikunum í París alveg eins og á ÓL í Tókýó þegar hún hætti keppni á miðju móti eins og frægt var. Biles bar þar við andlegum þáttum en hún hefur nú komist í gegnum þann sálfræðilega múr. Biles hefur um leið vakið upp umræðu um mikilvægi andlega þáttarins hjá íþróttafólki.

Nú fær hún tækifæri til að bæta við fern gullverðlaun sín frá leikunum í Ríó sumarið 2016.

Á síðustu tólf mánuðum hefur hún tryggt sér sinn sjötta heimsmeistaratitil og sinn áttunda og níunda bandaríska meistaratitil. Það er met í báðum keppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×