Engin gögn bendi til tengsla við Hamas Jón Þór Stefánsson skrifar 4. júlí 2024 09:01 Ekkert bendir til tengsla við Hamas hjá þeim sem fengu dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar Palestínumanna. Vísir/Einar Útlendingastofnun býr ekki yfir neinum gögnum sem gefa til kynna að þeir sem fengu dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar Palestínumanna á þessu ári og síðasta hafi nokkur tengsl við Hamas-samtökin. Samanlagt hafa 184 dvalarleyfi hafa verið veitt í ár og í fyrra. Einar D. Hálfdánarson lögmaður óskaði fyrr á þessu ári eftir upplýsingum um hugsanleg tengsl þeirra sem hafa fengið leyfi til komu til Íslands vegna fjölskyldusameiningar við Hamas-samtökin. Útlendingastofnun synjaði Einari um upplýsingagjöfina, en þeirri ákvörðun var hnekkt með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í kjölfarið sendi fréttastofa sams konar fyrirspurn á Útlendingastofnun. Í svari stofnunarinnar segir að eitt af skilyrðum veitingu dvalarleyfis sé að ekki liggi fyrir „atvik sem valdið geta því að umsækjanda verði meinuð landganga hér á landi eða dvöl.“ Þess vegna þurfi umsækjandi um dvalarleyfi að lýsa því yfir að hann hafi hreinan sakaferil. Jafnframt óskar Útlendingastofnun eftir sakavottorði frá búsetulandi þeim umsækjendum sem eru fimmtán ára og eldri. Þar að auki er öllum sem sækja um dvalarleyfi flett upp í upplýsingakerfi Schengen, eða SIS. Þar kemur fram hvort viðkomandi sé eftirlýstur á Schengen-svæðinu eða hvort hann hafi ekki heimild til að koma inn á svæðið. „Enginn þeirra sem fékk útgefið dvalarleyfi hafði skráningu í SIS auk þess sem allir umsækjendur yfir 15 ára staðfestu með yfirlýsingu og framlagningu sakavottorðs að viðkomandi hafði hreinan sakaferil. Stofnunin getur því staðfest að hún býr ekki yfir neinum gögnum sem gefa til kynna að þeir sem tilheyra framangreindum hópi hafi nokkur tengsl við Hamas samtökin,“ segir í svari Útlendingastofnunar. Enginn á sex manna bannlista reyndi við Ísland Einar óskaði einnig eftir gögnum sem sýndu að lagt hefði verið mat á að þeir sem komi til Íslands frá Gaza-svæðinu uppfylli skilyrði reglugerðar um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi og ákvæða um heimild til að koma inn á Schengen-svæðið. Í svari Útlendingastofnunnar er fjallað um þvingunaraðgerðir gegn þeim sem styðja ofbeldisverk Hamas-samtakanna eða Palestínskt íslamskt Jihad-samtakanna eða greiða fyrir þeim eða gera möguleg. Að sögn Útlendingastofnunnar ná þessar þvingunaraðgerðir aðeins til sex nafngreindra einstaklinga sem er ekki heimilt að koma inn á yfirráðasvæði Íslands. Fram kemur að enginn þessara sex hafi sótt um að koma til Íslands. „Þessar þvingunaraðgerðir ná aðeins til sex nafngreindra aðila sem tilgreindir eru í viðauka við reglugerðina og snúa að því að þessum nafngreindu aðilum er ekki heimilt að koma inn á yfirráðasvæði Íslands. Upplýsingar um komubann aðilanna eru skráðar í Schengen-upplýsingakerfið sem bæði lögregla og Útlendingastofnun hafa aðgang að. Enginn þeirra sex sem tilgreindir eru í viðauka við reglugerð um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi hafa sótt um heimild til að koma til Íslands.“ Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Palestína Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Sjá meira
Einar D. Hálfdánarson lögmaður óskaði fyrr á þessu ári eftir upplýsingum um hugsanleg tengsl þeirra sem hafa fengið leyfi til komu til Íslands vegna fjölskyldusameiningar við Hamas-samtökin. Útlendingastofnun synjaði Einari um upplýsingagjöfina, en þeirri ákvörðun var hnekkt með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í kjölfarið sendi fréttastofa sams konar fyrirspurn á Útlendingastofnun. Í svari stofnunarinnar segir að eitt af skilyrðum veitingu dvalarleyfis sé að ekki liggi fyrir „atvik sem valdið geta því að umsækjanda verði meinuð landganga hér á landi eða dvöl.“ Þess vegna þurfi umsækjandi um dvalarleyfi að lýsa því yfir að hann hafi hreinan sakaferil. Jafnframt óskar Útlendingastofnun eftir sakavottorði frá búsetulandi þeim umsækjendum sem eru fimmtán ára og eldri. Þar að auki er öllum sem sækja um dvalarleyfi flett upp í upplýsingakerfi Schengen, eða SIS. Þar kemur fram hvort viðkomandi sé eftirlýstur á Schengen-svæðinu eða hvort hann hafi ekki heimild til að koma inn á svæðið. „Enginn þeirra sem fékk útgefið dvalarleyfi hafði skráningu í SIS auk þess sem allir umsækjendur yfir 15 ára staðfestu með yfirlýsingu og framlagningu sakavottorðs að viðkomandi hafði hreinan sakaferil. Stofnunin getur því staðfest að hún býr ekki yfir neinum gögnum sem gefa til kynna að þeir sem tilheyra framangreindum hópi hafi nokkur tengsl við Hamas samtökin,“ segir í svari Útlendingastofnunar. Enginn á sex manna bannlista reyndi við Ísland Einar óskaði einnig eftir gögnum sem sýndu að lagt hefði verið mat á að þeir sem komi til Íslands frá Gaza-svæðinu uppfylli skilyrði reglugerðar um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi og ákvæða um heimild til að koma inn á Schengen-svæðið. Í svari Útlendingastofnunnar er fjallað um þvingunaraðgerðir gegn þeim sem styðja ofbeldisverk Hamas-samtakanna eða Palestínskt íslamskt Jihad-samtakanna eða greiða fyrir þeim eða gera möguleg. Að sögn Útlendingastofnunnar ná þessar þvingunaraðgerðir aðeins til sex nafngreindra einstaklinga sem er ekki heimilt að koma inn á yfirráðasvæði Íslands. Fram kemur að enginn þessara sex hafi sótt um að koma til Íslands. „Þessar þvingunaraðgerðir ná aðeins til sex nafngreindra aðila sem tilgreindir eru í viðauka við reglugerðina og snúa að því að þessum nafngreindu aðilum er ekki heimilt að koma inn á yfirráðasvæði Íslands. Upplýsingar um komubann aðilanna eru skráðar í Schengen-upplýsingakerfið sem bæði lögregla og Útlendingastofnun hafa aðgang að. Enginn þeirra sex sem tilgreindir eru í viðauka við reglugerð um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi hafa sótt um heimild til að koma til Íslands.“
Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Palestína Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Sjá meira