Innlent

Milljarðar streyma úr landi með starf­semi veðmálafyrirtækja

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
tumi

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 er fjallað um að íslenska ríkið verði af verulegum fjármunum á meðan lög eru ekki sett í kringum starfsemi erlendra veðmálafyrirtækja hér á landi. Ekkert hefur gerst í málinu síðan starfshópur skilaði skýrslu fyrir hálfu öðru ári.

Við kynnum okkur framtíðaráform um jarðgöng undir Miklubraut sem talin eru fýsilegri kostur en að setja götuna umferðarþungu í stokk. Heimir Már verður í beinni frá Miklubraut og leiðir okkur í allan sannleikann um þá framkvæmd sem yrði gríðarstór.

Við kynnum okkur umdeild skilti í Reykjavík, kíkjum á rokkhátíð í Mosfellsbæ og Magnús Hlynur hittir smið á Selfossi sem er á leiðinni á Ólympíuleikana í París. Og í sportinu hittum við frábærar íslenskar íþróttakonur úr handboltanum og crossfit.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan hálf sjö.

Klippa: Kvöldfréttir 3. júlí 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×