Tekið á símanotkun strætóbílstjóra með hörku Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. júlí 2024 11:13 Bílstjórinn með fingur og augu á síma en fótinn á bensíngjöfinni. Jóhannes Rúnar Svavarsson framkvæmdastjóri Strætó segir byggðasamlagið reglulega fá ábendingar um símanotkun bílstjóra. Tekið sé á símanotkuninni með hörku. Fréttastofu barst eftirfarandi myndband þar sem strætóbílstjóri sést fletta í símanum á meðan hann mjakar bílnum áfram á umferðarljósum. Hegðun bílstjóra sem virðist æ algengari í umferðinni. Til marks um þessa þróun er tölfræði sem sýnir að rekja megi fjórðung umferðarslysa til símanotkunar undir stýri hérlendis. Símanotkun er sömuleiðis einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Þetta er náttúrulega ólöglegt samkvæmt lögum, þetta er ekkert flóknara en það. Það sama gildir um okkar bílstjóra,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó í samtali við Vísi. Hann vill ekki fara nánar út í það hvernig tekið er á tilvikum sem þessum innanhúss. „En auðvitað tökum við bara alvarlega á því. Við erum með nokkra verktaka að keyra fyrir okkur en það sama gildir um þá. Það er bara tekið á þessu með hörku.“ Sambærilegt atvik átti sér stað fyrir tveimur árum og vakti mikla athygli þegar myndband af rútubílstjóra Airport Direct fór í dreifingu þar sem hann sást ítrekað líta niður á síma sinn á meðan akstri stóð. Jóhannes Svavar segir að það ætti ekki að vera vandamál fyrir bílstjóra að komast í símann yfir daginn í pásum. „Vaktakerfin eru yfirleitt þannig skipulögð að bílstjórar geta fengið sér pásu sem er oft notuð í tímajöfnun, eða til þess að fá sér kaffi eða komast á klósett. Það er alltaf að lágmarki einhverjar mínútur á milli ferða,“ segir hann. „Við höfum svo sem ekki gert athugasemdir við þráðlausan búnað, en það þarf þá að vera stutt símtal og helst tengt vinnunni.“ Hann kveðst eiga erfitt með að meta hvort um stórt vandamál sé að ræða innan Strætó. „En eitt tilvik er einum of mikið. Þetta á bara ekki að líðast. Það skiptir ekki máli hvort einhverjir aðrir séu að gera þetta, þetta eru atvinnubílstjórar og við viljum vera fyrirmyndir,“ segir Jóhannes. Strætó fær reglulega ábendingar um símanotkun bílstjóra. „Þær eru ekki taldar í hundruðum. En við bara fögnum þeim, þar sem við getum þá gripið til einhverra ráðstafana.“ Strætó Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Fréttastofu barst eftirfarandi myndband þar sem strætóbílstjóri sést fletta í símanum á meðan hann mjakar bílnum áfram á umferðarljósum. Hegðun bílstjóra sem virðist æ algengari í umferðinni. Til marks um þessa þróun er tölfræði sem sýnir að rekja megi fjórðung umferðarslysa til símanotkunar undir stýri hérlendis. Símanotkun er sömuleiðis einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Þetta er náttúrulega ólöglegt samkvæmt lögum, þetta er ekkert flóknara en það. Það sama gildir um okkar bílstjóra,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó í samtali við Vísi. Hann vill ekki fara nánar út í það hvernig tekið er á tilvikum sem þessum innanhúss. „En auðvitað tökum við bara alvarlega á því. Við erum með nokkra verktaka að keyra fyrir okkur en það sama gildir um þá. Það er bara tekið á þessu með hörku.“ Sambærilegt atvik átti sér stað fyrir tveimur árum og vakti mikla athygli þegar myndband af rútubílstjóra Airport Direct fór í dreifingu þar sem hann sást ítrekað líta niður á síma sinn á meðan akstri stóð. Jóhannes Svavar segir að það ætti ekki að vera vandamál fyrir bílstjóra að komast í símann yfir daginn í pásum. „Vaktakerfin eru yfirleitt þannig skipulögð að bílstjórar geta fengið sér pásu sem er oft notuð í tímajöfnun, eða til þess að fá sér kaffi eða komast á klósett. Það er alltaf að lágmarki einhverjar mínútur á milli ferða,“ segir hann. „Við höfum svo sem ekki gert athugasemdir við þráðlausan búnað, en það þarf þá að vera stutt símtal og helst tengt vinnunni.“ Hann kveðst eiga erfitt með að meta hvort um stórt vandamál sé að ræða innan Strætó. „En eitt tilvik er einum of mikið. Þetta á bara ekki að líðast. Það skiptir ekki máli hvort einhverjir aðrir séu að gera þetta, þetta eru atvinnubílstjórar og við viljum vera fyrirmyndir,“ segir Jóhannes. Strætó fær reglulega ábendingar um símanotkun bílstjóra. „Þær eru ekki taldar í hundruðum. En við bara fögnum þeim, þar sem við getum þá gripið til einhverra ráðstafana.“
Strætó Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira