Innlent

Öku­maðurinn á lífi en tölu­vert slasaður

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Slysið átti sér stað skammt frá Gígjukvísl.
Slysið átti sér stað skammt frá Gígjukvísl. vísir

Ökumaður mótorhjóls, sem hafnaði utanvegar við Gígjukvísl í gær, er á lífi en töluvert slasaður. 

Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, en þessar upplýsingar lágu fyrir hjá lögregluembættinu í gærkvöldi. Nákvæmari upplýsingar um meiðsl mannins liggja hins vegar ekki fyrir. 

„Hann er töluvert slasaður,“ segir Sveinn Rúnar. 

„Við vitum svosem ekki á hvaða hraða hann var. Það er ekki búið að taka skýrslu af honum eða neitt svoleiðis. En hann virðist renna töluverða vegalengd utanvegar.“

Slysið varð á fimmta tímanum í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til og flutti manninn af vettvangi. 

Svo virðist sem engin vitni hafi orðið að slysinu. Sveinn Rúnar segir um tiltölulega beinan kafla að ræða við Gígjukvísl. Lögregla hafi ekki fengið ábendingar um bikblæðingar á þessum kafla. 

Rannsókn á slysinu stendur að öðru leyti yfir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×