Fjöldi erlendra meintra gerenda nær tvöfaldaðist á tveimur árum Árni Sæberg skrifar 5. júlí 2024 14:01 Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Árið 2020 voru 52 karlmenn með erlent ríkisfang grunaðir um kynferðisbrot hér á landi. Tveimur árum síðar voru þeir eitt hundrað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ingibjargar Isaksen, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, um meðferð ákæruvalds í kynferðisbrotamálum. Fyrsti liður fyrirspurnarinnar hljóðaði svo: Hversu mörg mál sem vörðuðu ætluð kynferðisbrot voru tilkynnt til lögreglu á árunum 2020, 2021 og 2022? Svar óskast sundurliðað eftir þjóðerni og kyni meintra þolenda og gerenda. Brotum fjölgaði um 102 Í svarinu segir að í töflu eitt, sem sjá má hér að neðan, megi sjá fjölda skráðra kynferðisbrota og fjölda mála á árunum 2020 til 2022. Miðað sé við dagsetningu tilkynningar en athuga beri að brot kann að hafa átt sér stað á öðrum tíma en tilkynnt er. Í töflunni má sjá að á milli 2020 og 2022 fjölgaði tilkynntum kynferðisbrotum um 102 og tilkynntum málum um 109. Erlendum körlum fjölgaði mikið en konum fækkaði Í töflu 2 komi fram fjöldi einstaklinga með erlent ríkisfang sem grunaðir voru um kynferðisbrot á árunum 2020 til 2022 eftir kyni. Í töflunni má sjá að á milli 2020 og 2022 fjölgaði karlmönnum með erlent ríkisfang sem grunaðir voru um kynferðisbrot um 48 milli ára. Það gerir um 92 prósent fjölgun á tveimur árum. Erlendum konum sem grunaðar eru um það sama fækkaði hins vegar úr sex í tvær. Íslenskir karlmenn miklu fleiri en fjölgaði minna Í töflu þrjú megi sjá fjölda einstaklinga með íslenskt ríkisfang sem grunaðir voru um kynferðisbrot á árunum 2020 til 2022 eftir kyni. Hafa beri í huga að í töflu eitt kemur fram heildarfjöldi brota en í töflum tvö og þrjú fjöldi grunaðra einstaklinga. Það sé ekki vitað í öllum málum hver hinn grunaði er og því sé heildarfjöldi í töflu eitt hærri en samtala fjölda grunaðra í töflum tvö og þrjú. Í töflunni má sjá að íslenskum karlmönnum sem grunaðir voru um kynferðisbrot fjölgaði um 36 milli 2020 og 2022. Það gerir fjölgun upp á þrettán prósent. Fjöldi kvenna sem grunaður er um kynferðisbrot helst nokkuð stöðugur milli áranna þriggja. Konur afgerandi meirihluti brotaþola Í töflu fjögur megi sjá fjöldi brotaþola fyrir árin 2020 til 2022 eftir kyni og hvort ríkisfang var erlent. Það athugist að ekki séu aðgengilegar umbeðnar upplýsingar varðandi brotaþola í öllum málum á árunum 2020 til 2022 vegna þess með hvaða hætti skráning í kerfi lögreglu var framkvæmd. Kynferðisofbeldi Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ingibjargar Isaksen, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, um meðferð ákæruvalds í kynferðisbrotamálum. Fyrsti liður fyrirspurnarinnar hljóðaði svo: Hversu mörg mál sem vörðuðu ætluð kynferðisbrot voru tilkynnt til lögreglu á árunum 2020, 2021 og 2022? Svar óskast sundurliðað eftir þjóðerni og kyni meintra þolenda og gerenda. Brotum fjölgaði um 102 Í svarinu segir að í töflu eitt, sem sjá má hér að neðan, megi sjá fjölda skráðra kynferðisbrota og fjölda mála á árunum 2020 til 2022. Miðað sé við dagsetningu tilkynningar en athuga beri að brot kann að hafa átt sér stað á öðrum tíma en tilkynnt er. Í töflunni má sjá að á milli 2020 og 2022 fjölgaði tilkynntum kynferðisbrotum um 102 og tilkynntum málum um 109. Erlendum körlum fjölgaði mikið en konum fækkaði Í töflu 2 komi fram fjöldi einstaklinga með erlent ríkisfang sem grunaðir voru um kynferðisbrot á árunum 2020 til 2022 eftir kyni. Í töflunni má sjá að á milli 2020 og 2022 fjölgaði karlmönnum með erlent ríkisfang sem grunaðir voru um kynferðisbrot um 48 milli ára. Það gerir um 92 prósent fjölgun á tveimur árum. Erlendum konum sem grunaðar eru um það sama fækkaði hins vegar úr sex í tvær. Íslenskir karlmenn miklu fleiri en fjölgaði minna Í töflu þrjú megi sjá fjölda einstaklinga með íslenskt ríkisfang sem grunaðir voru um kynferðisbrot á árunum 2020 til 2022 eftir kyni. Hafa beri í huga að í töflu eitt kemur fram heildarfjöldi brota en í töflum tvö og þrjú fjöldi grunaðra einstaklinga. Það sé ekki vitað í öllum málum hver hinn grunaði er og því sé heildarfjöldi í töflu eitt hærri en samtala fjölda grunaðra í töflum tvö og þrjú. Í töflunni má sjá að íslenskum karlmönnum sem grunaðir voru um kynferðisbrot fjölgaði um 36 milli 2020 og 2022. Það gerir fjölgun upp á þrettán prósent. Fjöldi kvenna sem grunaður er um kynferðisbrot helst nokkuð stöðugur milli áranna þriggja. Konur afgerandi meirihluti brotaþola Í töflu fjögur megi sjá fjöldi brotaþola fyrir árin 2020 til 2022 eftir kyni og hvort ríkisfang var erlent. Það athugist að ekki séu aðgengilegar umbeðnar upplýsingar varðandi brotaþola í öllum málum á árunum 2020 til 2022 vegna þess með hvaða hætti skráning í kerfi lögreglu var framkvæmd.
Kynferðisofbeldi Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Sjá meira