„Hreint og klárt vistmorð sem hér á sér stað“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júlí 2024 20:52 Erlendur við árbakkann. Hann segist langþreyttur á baráttu sinni við kerfið, sem spanni áratugi en hafi litlu sem engu skilað. Vísir/Einar Bóndi í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu lýsir miklum raunum í áratugalangri baráttu við kerfið, en á sem rennur um land hans er upp urin. Hrygningarfiskar í ánni eru flestir dauðir og útlitið er svart. Grenlækur, sem hefur verið þurr síðan í maí, en vatnsleysi hefur komið þar upp með nokkurra ára millibili, síðast 2021. „Þetta var fengsælasta silungsveiðivatn á Íslandi í nokkur ár, en svona er það í dag,“ sagði Erlendur Björnsson bóndi á Seglbúðum við bakka Grenlækjar, þar sem fréttamaður ræddi við hann. Víða um árfarveginn má sjá hausa og bein úr dauðum fiskum, en minkar, refir og fuglar hafa gert sér mat úr hræjum sjóbirtinga sem hafa drepist vegna vatnsleysisins. Stjórnvöld löngu upplýst Erlendur segir stjórnvöldum strax hafa verið gert viðvart þegar þurrkurinn í ár gerði vart við sig. „Þeir hafa upplýsingar um þetta fyrir tveimur mánuðum síðan. Að það skuli ekkert hafa verið gert í kerfinu. Ekki neitt,“ segir Erlendur. Málinu hafi verið kastað milli ráðuneyta innviðamála, umhverfismála og matvæla, auk þess sem forsætisráðuneytið hefði einnig haft það á sínu borði. Erlendur segir ástæðu þurrksins vera garða sem reistir til að vernda þjóðveginn og gróður í Eldhrauni. Garðarnir, sem reistir voru 1992 og árin á eftir, hefti rennsli vatns úr árkvíslum sem renni út á Eldhraun. „Þegar lækurinn er þurr, '98, þá er garðurinn rofinn. Þá var farvegurinn svona þurr, þá var garðurinn rofinn og vatn fór að renna fáum dögum seinna.“ Hér var áður hylur, og ein af hrygningarstöðvum Grenlækjar, en er aðeins lítill pollur í dag.Vísir/Einar Garðurinn hafi síðan verið reistur aftur, en Erlendur fékk kröfu sína um umhverfismat á framkvæmdinni ekki samþykkta, þar sem garðurinn ætti aðeins að standa í fjögur ár í tilraunaskyni. „Og hann stendur enn, 24 árum seinna.“ Hann hafi reynt að hreyfa andmælum við endurreisn garðsins. „Ég er búinn að berjast í áratugi, og sagði að þetta myndi gerast.“ Ólýsanlegt að sjá fiskana á víð og dreif Árið 2017 tapaði veiðifélag Grenlækjar skaðabótamáli fyrir Hæstarétti vegna garðanna, þar sem ekki var talið sannað að orsakasamband væri á milli garðanna og tjóns vegna samdráttar á veiði í læknum. Málið snúist þó ekki aðeins um fjárhagslega hagsmuni. „Þetta er allt lífríkið, allt vistkerfið. Þetta er bara hreint og klárt vistmorð sem hér á sér stað.“ Það sé erfitt að ganga um svæðið og sjá dauða fiskana á víð og dreif um farveginn, þar sem Grenlækur rann áður. „Það er ekki hægt að lýsa því, og ég er bara afskaplega þreyttur á þessu núna,“ segir Erlendur, og ljóst að ástandið á ánni tekur á hann. Mörg ráðuneyti en fábreytt svör Samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknarstofnun, sem hóf að vekja athygli á ástandinu í Grenlæk við stjórnvöld í maí, eru áhrif þurrksins á lífríki árinnar líklegri til að vera varanleg eftir því sem nær líður göngutíma sjóbirtinga í ána. Þá hafi borist þau svör frá matvælaráðuneytinu að málið ætti heima á borði innviðaráðherra. Forsætisráðherra hefur þá tjáð fréttastofu að hann hafi beint því til umhverfisráðherra að skoða málið, en samkvæmt svörum innan úr umhverfisráðuneytinu er til skoðunar þar. Stangveiði Skaftárhreppur Vegagerð Umhverfismál Dýr Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Grenlækur, sem hefur verið þurr síðan í maí, en vatnsleysi hefur komið þar upp með nokkurra ára millibili, síðast 2021. „Þetta var fengsælasta silungsveiðivatn á Íslandi í nokkur ár, en svona er það í dag,“ sagði Erlendur Björnsson bóndi á Seglbúðum við bakka Grenlækjar, þar sem fréttamaður ræddi við hann. Víða um árfarveginn má sjá hausa og bein úr dauðum fiskum, en minkar, refir og fuglar hafa gert sér mat úr hræjum sjóbirtinga sem hafa drepist vegna vatnsleysisins. Stjórnvöld löngu upplýst Erlendur segir stjórnvöldum strax hafa verið gert viðvart þegar þurrkurinn í ár gerði vart við sig. „Þeir hafa upplýsingar um þetta fyrir tveimur mánuðum síðan. Að það skuli ekkert hafa verið gert í kerfinu. Ekki neitt,“ segir Erlendur. Málinu hafi verið kastað milli ráðuneyta innviðamála, umhverfismála og matvæla, auk þess sem forsætisráðuneytið hefði einnig haft það á sínu borði. Erlendur segir ástæðu þurrksins vera garða sem reistir til að vernda þjóðveginn og gróður í Eldhrauni. Garðarnir, sem reistir voru 1992 og árin á eftir, hefti rennsli vatns úr árkvíslum sem renni út á Eldhraun. „Þegar lækurinn er þurr, '98, þá er garðurinn rofinn. Þá var farvegurinn svona þurr, þá var garðurinn rofinn og vatn fór að renna fáum dögum seinna.“ Hér var áður hylur, og ein af hrygningarstöðvum Grenlækjar, en er aðeins lítill pollur í dag.Vísir/Einar Garðurinn hafi síðan verið reistur aftur, en Erlendur fékk kröfu sína um umhverfismat á framkvæmdinni ekki samþykkta, þar sem garðurinn ætti aðeins að standa í fjögur ár í tilraunaskyni. „Og hann stendur enn, 24 árum seinna.“ Hann hafi reynt að hreyfa andmælum við endurreisn garðsins. „Ég er búinn að berjast í áratugi, og sagði að þetta myndi gerast.“ Ólýsanlegt að sjá fiskana á víð og dreif Árið 2017 tapaði veiðifélag Grenlækjar skaðabótamáli fyrir Hæstarétti vegna garðanna, þar sem ekki var talið sannað að orsakasamband væri á milli garðanna og tjóns vegna samdráttar á veiði í læknum. Málið snúist þó ekki aðeins um fjárhagslega hagsmuni. „Þetta er allt lífríkið, allt vistkerfið. Þetta er bara hreint og klárt vistmorð sem hér á sér stað.“ Það sé erfitt að ganga um svæðið og sjá dauða fiskana á víð og dreif um farveginn, þar sem Grenlækur rann áður. „Það er ekki hægt að lýsa því, og ég er bara afskaplega þreyttur á þessu núna,“ segir Erlendur, og ljóst að ástandið á ánni tekur á hann. Mörg ráðuneyti en fábreytt svör Samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknarstofnun, sem hóf að vekja athygli á ástandinu í Grenlæk við stjórnvöld í maí, eru áhrif þurrksins á lífríki árinnar líklegri til að vera varanleg eftir því sem nær líður göngutíma sjóbirtinga í ána. Þá hafi borist þau svör frá matvælaráðuneytinu að málið ætti heima á borði innviðaráðherra. Forsætisráðherra hefur þá tjáð fréttastofu að hann hafi beint því til umhverfisráðherra að skoða málið, en samkvæmt svörum innan úr umhverfisráðuneytinu er til skoðunar þar.
Stangveiði Skaftárhreppur Vegagerð Umhverfismál Dýr Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira