Mikil stemning á Goslokahátíð í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. júlí 2024 13:05 Dagskráin er ekki síður sniðin að börnum og unglingum en fullorðnum. Aðsend Það iðar allt af lífi og fjöri í Vestmannaeyjum um helgina því þar stendur Goslokahátíð yfir þar sem Eyjamenn og gestir þeirra halda upp á lok gossins í Vestmannaeyjum í byrjun júlí 1973. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera í Vestmannaeyjum, ekki síst yfir sumartímann. Nú er það Goslokahátíðin um helgina, sem allt snýst um. Sigurhanna Friðþórsdóttir á sæti í goslokanefnd og veit því allt um hátíð helgarinnar. „Það er allskonar myndlistarsýningar og tónleikar og fullur bær af fólki, tískusýning og barnaskemmtun, goslokahlaup, það er bara allt að gerast í Eyjum. Það er mikið af fólki komið nú þegar og er að koma með öllum Herjólfsferðum í dag og svo auðvitað heimamenn, sem kunna svo sannarlega að skemmta sér,” segir Sigurhanna. Mjög fjölbreytt og skemmtileg dagskrá er á Goslokahátíðinni um helgina.Aðsend Og það verður mikið um að vera í dag en er einhver svona einn hápunktur fremur er annar? „Já, við byrjum á goslokahlaupinu og svo er barnadagskrá í boði Ísfélagsins og svo verðum við bara að fram á kvöld með tónleika og svo ball í kjölfarið.” Gleði er einkunnarorð Goslokahátíðarinnar eins og alltaf.Aðsend Sigurhanna segir alltaf mjög gaman á Goslokahátíðum í Vestmannaeyjum. „Já, því á goslokum erum við bara að fagna og þakka fyrir hversu vel tókst til við uppbyggingu og þess háttar eftir gosið, þannig að þetta er bara gleðihátíð mikil. Við endum alltaf á sunnudeginum með göngumessu þar sem gengið er frá Landakirkju að krossinum í Eldfelli og þaðan út á Skans, en það er svona til að þakka fyrir að það fór ekki verr,” segir Sigurhanna. Þrjár hressar stelpur á hátíðinni.Aðsend Svo styttist í næstu hátíð, verslunarmannahelgin, þjóðhátíð? „Já, þjóðhátíð með stóru Þ. Það er náttúrulega bara ólýsanlegt, ef fólk hefur ekki komið á þjóðhátíð, þá bara verður það að mæta því að hún er 150 ára í ár,” segir Sigurhanna. Sigurhanna Friðþórsdóttir, sem á sæti í goslokanefnd í Vestmannaeyjum og er allt í öllu með sínu fólki varðandi skipulagningu helgarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða hátíðarinnar Vestmannaeyjar Menning Heimaeyjargosið 1973 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Það er alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera í Vestmannaeyjum, ekki síst yfir sumartímann. Nú er það Goslokahátíðin um helgina, sem allt snýst um. Sigurhanna Friðþórsdóttir á sæti í goslokanefnd og veit því allt um hátíð helgarinnar. „Það er allskonar myndlistarsýningar og tónleikar og fullur bær af fólki, tískusýning og barnaskemmtun, goslokahlaup, það er bara allt að gerast í Eyjum. Það er mikið af fólki komið nú þegar og er að koma með öllum Herjólfsferðum í dag og svo auðvitað heimamenn, sem kunna svo sannarlega að skemmta sér,” segir Sigurhanna. Mjög fjölbreytt og skemmtileg dagskrá er á Goslokahátíðinni um helgina.Aðsend Og það verður mikið um að vera í dag en er einhver svona einn hápunktur fremur er annar? „Já, við byrjum á goslokahlaupinu og svo er barnadagskrá í boði Ísfélagsins og svo verðum við bara að fram á kvöld með tónleika og svo ball í kjölfarið.” Gleði er einkunnarorð Goslokahátíðarinnar eins og alltaf.Aðsend Sigurhanna segir alltaf mjög gaman á Goslokahátíðum í Vestmannaeyjum. „Já, því á goslokum erum við bara að fagna og þakka fyrir hversu vel tókst til við uppbyggingu og þess háttar eftir gosið, þannig að þetta er bara gleðihátíð mikil. Við endum alltaf á sunnudeginum með göngumessu þar sem gengið er frá Landakirkju að krossinum í Eldfelli og þaðan út á Skans, en það er svona til að þakka fyrir að það fór ekki verr,” segir Sigurhanna. Þrjár hressar stelpur á hátíðinni.Aðsend Svo styttist í næstu hátíð, verslunarmannahelgin, þjóðhátíð? „Já, þjóðhátíð með stóru Þ. Það er náttúrulega bara ólýsanlegt, ef fólk hefur ekki komið á þjóðhátíð, þá bara verður það að mæta því að hún er 150 ára í ár,” segir Sigurhanna. Sigurhanna Friðþórsdóttir, sem á sæti í goslokanefnd í Vestmannaeyjum og er allt í öllu með sínu fólki varðandi skipulagningu helgarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða hátíðarinnar
Vestmannaeyjar Menning Heimaeyjargosið 1973 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira