Mikil stemning á Goslokahátíð í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. júlí 2024 13:05 Dagskráin er ekki síður sniðin að börnum og unglingum en fullorðnum. Aðsend Það iðar allt af lífi og fjöri í Vestmannaeyjum um helgina því þar stendur Goslokahátíð yfir þar sem Eyjamenn og gestir þeirra halda upp á lok gossins í Vestmannaeyjum í byrjun júlí 1973. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera í Vestmannaeyjum, ekki síst yfir sumartímann. Nú er það Goslokahátíðin um helgina, sem allt snýst um. Sigurhanna Friðþórsdóttir á sæti í goslokanefnd og veit því allt um hátíð helgarinnar. „Það er allskonar myndlistarsýningar og tónleikar og fullur bær af fólki, tískusýning og barnaskemmtun, goslokahlaup, það er bara allt að gerast í Eyjum. Það er mikið af fólki komið nú þegar og er að koma með öllum Herjólfsferðum í dag og svo auðvitað heimamenn, sem kunna svo sannarlega að skemmta sér,” segir Sigurhanna. Mjög fjölbreytt og skemmtileg dagskrá er á Goslokahátíðinni um helgina.Aðsend Og það verður mikið um að vera í dag en er einhver svona einn hápunktur fremur er annar? „Já, við byrjum á goslokahlaupinu og svo er barnadagskrá í boði Ísfélagsins og svo verðum við bara að fram á kvöld með tónleika og svo ball í kjölfarið.” Gleði er einkunnarorð Goslokahátíðarinnar eins og alltaf.Aðsend Sigurhanna segir alltaf mjög gaman á Goslokahátíðum í Vestmannaeyjum. „Já, því á goslokum erum við bara að fagna og þakka fyrir hversu vel tókst til við uppbyggingu og þess háttar eftir gosið, þannig að þetta er bara gleðihátíð mikil. Við endum alltaf á sunnudeginum með göngumessu þar sem gengið er frá Landakirkju að krossinum í Eldfelli og þaðan út á Skans, en það er svona til að þakka fyrir að það fór ekki verr,” segir Sigurhanna. Þrjár hressar stelpur á hátíðinni.Aðsend Svo styttist í næstu hátíð, verslunarmannahelgin, þjóðhátíð? „Já, þjóðhátíð með stóru Þ. Það er náttúrulega bara ólýsanlegt, ef fólk hefur ekki komið á þjóðhátíð, þá bara verður það að mæta því að hún er 150 ára í ár,” segir Sigurhanna. Sigurhanna Friðþórsdóttir, sem á sæti í goslokanefnd í Vestmannaeyjum og er allt í öllu með sínu fólki varðandi skipulagningu helgarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða hátíðarinnar Vestmannaeyjar Menning Heimaeyjargosið 1973 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira
Það er alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera í Vestmannaeyjum, ekki síst yfir sumartímann. Nú er það Goslokahátíðin um helgina, sem allt snýst um. Sigurhanna Friðþórsdóttir á sæti í goslokanefnd og veit því allt um hátíð helgarinnar. „Það er allskonar myndlistarsýningar og tónleikar og fullur bær af fólki, tískusýning og barnaskemmtun, goslokahlaup, það er bara allt að gerast í Eyjum. Það er mikið af fólki komið nú þegar og er að koma með öllum Herjólfsferðum í dag og svo auðvitað heimamenn, sem kunna svo sannarlega að skemmta sér,” segir Sigurhanna. Mjög fjölbreytt og skemmtileg dagskrá er á Goslokahátíðinni um helgina.Aðsend Og það verður mikið um að vera í dag en er einhver svona einn hápunktur fremur er annar? „Já, við byrjum á goslokahlaupinu og svo er barnadagskrá í boði Ísfélagsins og svo verðum við bara að fram á kvöld með tónleika og svo ball í kjölfarið.” Gleði er einkunnarorð Goslokahátíðarinnar eins og alltaf.Aðsend Sigurhanna segir alltaf mjög gaman á Goslokahátíðum í Vestmannaeyjum. „Já, því á goslokum erum við bara að fagna og þakka fyrir hversu vel tókst til við uppbyggingu og þess háttar eftir gosið, þannig að þetta er bara gleðihátíð mikil. Við endum alltaf á sunnudeginum með göngumessu þar sem gengið er frá Landakirkju að krossinum í Eldfelli og þaðan út á Skans, en það er svona til að þakka fyrir að það fór ekki verr,” segir Sigurhanna. Þrjár hressar stelpur á hátíðinni.Aðsend Svo styttist í næstu hátíð, verslunarmannahelgin, þjóðhátíð? „Já, þjóðhátíð með stóru Þ. Það er náttúrulega bara ólýsanlegt, ef fólk hefur ekki komið á þjóðhátíð, þá bara verður það að mæta því að hún er 150 ára í ár,” segir Sigurhanna. Sigurhanna Friðþórsdóttir, sem á sæti í goslokanefnd í Vestmannaeyjum og er allt í öllu með sínu fólki varðandi skipulagningu helgarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða hátíðarinnar
Vestmannaeyjar Menning Heimaeyjargosið 1973 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira