Mercedes-mennirnir George Russell og Lewis Hamilton byrja fremstir á Silverstone í dag og Lando Norris þriðji, svo þrír Bretar eru fremstir. Heimsmeistarinn Max Verstappen varð fjórði í tímatökunum í gær. Bein útsending frá kappakstrinum hefst klukkan 13:30 á Vodafone Sport.
Í Bestu deild kvenna eru fjórir leikir á dagskrá og verður fróðlegt að sjá hvort Breiðablik eða Valur misstíga sig í hnífjafnri titilbaráttu liðanna, því þau eiga erfiða leiki fyrir höndum í dag. Leikirnir verða svo gerðir upp í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 20.
Upplýsingar um beinar útsendingar dagsins má sjá hér að neðan.
Stöð 2 Sport
13.50 Besta deild kvenna: Víkingur – Valur
17.50 Besta deild kvenna: FH – Breiðablik
20.00 Bestu mörkin
Stöð 2 Sport 5
13.50 Besta deild kvenna: Keflavík – Fylkir
Besta deild 1
15.50 Þróttur R. – Þór/KA
Vodafone Sport
10.50 Porche Supercup Series
13.30 Formúla 1: Keppni
16.30 Indy 200: Keppni
23.00 MLB: Yankees – Red Sox