Talið er að Girona greiði lágmarksupphæð, minna en milljón punda, fyrir leikmanninn. Eftir árangri gæti sú upphæð hækkað í tuttugu milljónir en líklegast verða það um fimm milljónir.
🔴⚪️🇳🇱 Donny van de Beek's move to Girona, expected to be completed early next week if all goes to plan on player side.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 7, 2024
Man United will receive bit less than €1m fixed fee plus easy add-ons up to €4/5m based on appearances and extra difficult add-ons, plus sell-on clause. pic.twitter.com/J1hTlSjWnu
Manchester United mun svo fá stóran hluta af næstu sölu leikmannsins.
Donny van de Beek mun ekki hugsa fallega til baka á árin hjá Manchester United en vonbrigði á vonbrigði ofan hafa einkennt tíma hans hjá félaginu síðan hann kom frá Ajax árið 2020.
Hann kom aðeins við sögu í 62 leikjum og var tvisvar lánaður út, til Everton og Eintracht Frankfurt.
Í Frankfurt fékk hann heldur ekki mörg tækifæri, spilaði aðeins átta deildarleiki og var skilinn út undan úr leikmannahópi liðsins í Sambandsdeild Evrópu.
Girona gæti hins vegar glætt ferilinn nýju lífi en liðið er í leit að miðjumanni eftir að Aleix Garcia fór frá þeim fyrr í sumar til Bayer Leverkusen.