Jóhannes Karl vill íslenskan kjarna í Danmörku Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2024 20:15 Jóhannes Karl hefur þjálfað ÍA og HK hér á landi. Vísir/Hulda Margrét Jóhannes Karl Guðjónsson, nýráðinn þjálfari AB í dönsku C-deildinni í knattspyrnu, er með einn Íslending í sínum röðum og vill að því virðist fjölga þeim til muna. Akademisk Boldklub, AB, var stofnað árið 1889 en má muna sinn fífill fegurri. Ágúst Eðvald Hlynsson gekk í raðir félagsins í ársbyrjun. Síðan ákvað Jóhannes Karl að slá til og gerast þjálfari liðsins en hann var áður aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Síðan þá hefur Ægir Jarl Jónasson, leikmaður KR, verið orðaður við félagið. Staðfesti Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, eftir jafntefli gegn Stjörnunni um liðna helgi að leikmaðurinn væri staddur í Danmörku að ganga frá sínum málum. Pálmi Rafn vildi þó ekki staðfesta um hvaða lið væri að ræða en það er ljóst að um er að ræða liðið sem spilar í svipuðum treyjum og KR. Í stað þess að þær séu svartar og hvítar eru þær grínar og hvítar. Fótbolti.net greinir frá því að Jóhannes Karl sé að skoða tvo aðra íslenska leikmenn til viðbótar. Um er að ræða vinstri bakvörðinn Davíð Ingvarsson sem gekk í raðir Kolding fyrir skemmstu en hann hefur undanfarin ár verið fastamaður í liði Breiðabliks. Kolding leikur í dönsku B-deildinni en Davíð hefur ekki náð að festa sig í sessi og gæti farið svo að hann taki eitt skref aftur á bak til að taka tvö áfram. Hinn leikmaðurinn sem nefndur er til sögunnar er miðjumaðurinn Daníel Hafsteinsson hjá KA. Sá gekk í raðir Helsingborg í Svíþjóð árið 2019 en fann sig ekki og sneri heim ekki löngu síðar. Fyrst fór hann á láni til FH og svo aftur í raðir uppeldisfélagsins KA árið 2021. Daníel er samningsbundinn KA til loka tímabilsins 2025. Bæði Daníel og Davíð eru fæddir árið 1999 og eru því á 25. aldursári. Ægir Jarl er fæddur ári áður eða 1998. AB hefur leik þann 3. ágúst næstkomandi þegar liðið tekur á móti Næstved í 1. umferð C-deildarinnar. Markmið liðsins eru skýr, að fara upp um deild og það strax næsta vor. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Sjá meira
Akademisk Boldklub, AB, var stofnað árið 1889 en má muna sinn fífill fegurri. Ágúst Eðvald Hlynsson gekk í raðir félagsins í ársbyrjun. Síðan ákvað Jóhannes Karl að slá til og gerast þjálfari liðsins en hann var áður aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Síðan þá hefur Ægir Jarl Jónasson, leikmaður KR, verið orðaður við félagið. Staðfesti Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, eftir jafntefli gegn Stjörnunni um liðna helgi að leikmaðurinn væri staddur í Danmörku að ganga frá sínum málum. Pálmi Rafn vildi þó ekki staðfesta um hvaða lið væri að ræða en það er ljóst að um er að ræða liðið sem spilar í svipuðum treyjum og KR. Í stað þess að þær séu svartar og hvítar eru þær grínar og hvítar. Fótbolti.net greinir frá því að Jóhannes Karl sé að skoða tvo aðra íslenska leikmenn til viðbótar. Um er að ræða vinstri bakvörðinn Davíð Ingvarsson sem gekk í raðir Kolding fyrir skemmstu en hann hefur undanfarin ár verið fastamaður í liði Breiðabliks. Kolding leikur í dönsku B-deildinni en Davíð hefur ekki náð að festa sig í sessi og gæti farið svo að hann taki eitt skref aftur á bak til að taka tvö áfram. Hinn leikmaðurinn sem nefndur er til sögunnar er miðjumaðurinn Daníel Hafsteinsson hjá KA. Sá gekk í raðir Helsingborg í Svíþjóð árið 2019 en fann sig ekki og sneri heim ekki löngu síðar. Fyrst fór hann á láni til FH og svo aftur í raðir uppeldisfélagsins KA árið 2021. Daníel er samningsbundinn KA til loka tímabilsins 2025. Bæði Daníel og Davíð eru fæddir árið 1999 og eru því á 25. aldursári. Ægir Jarl er fæddur ári áður eða 1998. AB hefur leik þann 3. ágúst næstkomandi þegar liðið tekur á móti Næstved í 1. umferð C-deildarinnar. Markmið liðsins eru skýr, að fara upp um deild og það strax næsta vor.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Sjá meira