Jóhannes Karl vill íslenskan kjarna í Danmörku Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2024 20:15 Jóhannes Karl hefur þjálfað ÍA og HK hér á landi. Vísir/Hulda Margrét Jóhannes Karl Guðjónsson, nýráðinn þjálfari AB í dönsku C-deildinni í knattspyrnu, er með einn Íslending í sínum röðum og vill að því virðist fjölga þeim til muna. Akademisk Boldklub, AB, var stofnað árið 1889 en má muna sinn fífill fegurri. Ágúst Eðvald Hlynsson gekk í raðir félagsins í ársbyrjun. Síðan ákvað Jóhannes Karl að slá til og gerast þjálfari liðsins en hann var áður aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Síðan þá hefur Ægir Jarl Jónasson, leikmaður KR, verið orðaður við félagið. Staðfesti Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, eftir jafntefli gegn Stjörnunni um liðna helgi að leikmaðurinn væri staddur í Danmörku að ganga frá sínum málum. Pálmi Rafn vildi þó ekki staðfesta um hvaða lið væri að ræða en það er ljóst að um er að ræða liðið sem spilar í svipuðum treyjum og KR. Í stað þess að þær séu svartar og hvítar eru þær grínar og hvítar. Fótbolti.net greinir frá því að Jóhannes Karl sé að skoða tvo aðra íslenska leikmenn til viðbótar. Um er að ræða vinstri bakvörðinn Davíð Ingvarsson sem gekk í raðir Kolding fyrir skemmstu en hann hefur undanfarin ár verið fastamaður í liði Breiðabliks. Kolding leikur í dönsku B-deildinni en Davíð hefur ekki náð að festa sig í sessi og gæti farið svo að hann taki eitt skref aftur á bak til að taka tvö áfram. Hinn leikmaðurinn sem nefndur er til sögunnar er miðjumaðurinn Daníel Hafsteinsson hjá KA. Sá gekk í raðir Helsingborg í Svíþjóð árið 2019 en fann sig ekki og sneri heim ekki löngu síðar. Fyrst fór hann á láni til FH og svo aftur í raðir uppeldisfélagsins KA árið 2021. Daníel er samningsbundinn KA til loka tímabilsins 2025. Bæði Daníel og Davíð eru fæddir árið 1999 og eru því á 25. aldursári. Ægir Jarl er fæddur ári áður eða 1998. AB hefur leik þann 3. ágúst næstkomandi þegar liðið tekur á móti Næstved í 1. umferð C-deildarinnar. Markmið liðsins eru skýr, að fara upp um deild og það strax næsta vor. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira
Akademisk Boldklub, AB, var stofnað árið 1889 en má muna sinn fífill fegurri. Ágúst Eðvald Hlynsson gekk í raðir félagsins í ársbyrjun. Síðan ákvað Jóhannes Karl að slá til og gerast þjálfari liðsins en hann var áður aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Síðan þá hefur Ægir Jarl Jónasson, leikmaður KR, verið orðaður við félagið. Staðfesti Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, eftir jafntefli gegn Stjörnunni um liðna helgi að leikmaðurinn væri staddur í Danmörku að ganga frá sínum málum. Pálmi Rafn vildi þó ekki staðfesta um hvaða lið væri að ræða en það er ljóst að um er að ræða liðið sem spilar í svipuðum treyjum og KR. Í stað þess að þær séu svartar og hvítar eru þær grínar og hvítar. Fótbolti.net greinir frá því að Jóhannes Karl sé að skoða tvo aðra íslenska leikmenn til viðbótar. Um er að ræða vinstri bakvörðinn Davíð Ingvarsson sem gekk í raðir Kolding fyrir skemmstu en hann hefur undanfarin ár verið fastamaður í liði Breiðabliks. Kolding leikur í dönsku B-deildinni en Davíð hefur ekki náð að festa sig í sessi og gæti farið svo að hann taki eitt skref aftur á bak til að taka tvö áfram. Hinn leikmaðurinn sem nefndur er til sögunnar er miðjumaðurinn Daníel Hafsteinsson hjá KA. Sá gekk í raðir Helsingborg í Svíþjóð árið 2019 en fann sig ekki og sneri heim ekki löngu síðar. Fyrst fór hann á láni til FH og svo aftur í raðir uppeldisfélagsins KA árið 2021. Daníel er samningsbundinn KA til loka tímabilsins 2025. Bæði Daníel og Davíð eru fæddir árið 1999 og eru því á 25. aldursári. Ægir Jarl er fæddur ári áður eða 1998. AB hefur leik þann 3. ágúst næstkomandi þegar liðið tekur á móti Næstved í 1. umferð C-deildarinnar. Markmið liðsins eru skýr, að fara upp um deild og það strax næsta vor.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira