Eiginkona Morata í stríði við fjölmiðla: „Er þetta bara í lagi?“ Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2024 17:00 Alice Campello í stúkunni á EM með barn þeirra Alvaro Morata. Getty/Ian MacNicol Alice Campello hefur komið eiginmanni sínum, fótboltamanninum Alvaro Morata, til varnar og látið spænska fjölmiðla heyra það, eftir skrif þeirra um spænska landsliðsfyrirliðann sem í kvöld spilar undanúrslitaleik við Frakka á EM. Hálfgert stríð hefur verið í gangi á milli Morata og spænskra fjölmiðla en hann telur sig ekki njóta sannmælis hjá fjölmiðlum og hluta stuðningsmanna. Baulað var á Morata í vináttulandsleik gegn Brasilíu í mars og á Evrópumótinu hefur hann nýtt blaðaviðtöl til þess að tala um að sér hafi liðið betur þegar hann spilaði utan Spánar, og að hann gæti mögulega hætt í spænska landsliðinu eftir EM. Alice Campello og Alvaro Morata kyssast eftir leik Spánar og Albaníu í Düsseldorf á EM.Getty/Jean Catuffe Þessi ummæli hans hafa farið illa í marga og sérstaklega vakti grein í El Confidencial athygli en þar segir í fyrirsögn: „Morata, fyrirliði sem er Spáni til skammar, ekki bara vegna slakrar frammistöðu á EM.“ Morata er svo í greininni lýst sem vælukjóa og að ummæli hans séu það síðasta sem Spánverjar hafi þurft á að halda eftir arfaslaka frammistöðu hans innan vallar. Hegðun hans sé barnaleg hjá 31 árs gömlum leikmanni sem þar að auki sé með fyrirliðaband Spánverja. Hann sé skelfilegur talsmaður Spánar. Í fyrirsögn El Confidencial, sem hér hefur verið snarað yfir á ensku, segir að Morata valdi Spáni skömm.Skjáskot/El Confidencial Eiginkonan Alice er eins og gefur að skilja ekki beinlínis sammála þessum fullyrðingum og skrifar á Instagram: „Ég þoli ekki að vera eitthvað fórnarlamb og valda sundrung en þetta er ekki eðlilegt fyrir mér. Er þetta bara í lagi? Eina slaka frammistaðan sem ég sé er hjá blaðamanninum. Það er klikkun að í stað þess að styðja leikmanninn og landsliðið okkar þá skuli hann reyna að sökkva honum. Hvernig á maður að geta staðið sig sem best fyrir þjóð sína ef honum líður eins og hann sé rúinn trausti? Hver er tilgangurinn með þessari fyrirsögn? Að auka hatur gagnvart manneskju? Það eiga allir rétt á sinni skoðun og mega segja hana, en það eru margar leiðir til þess, sérstaklega þegar maður vinnur hjá fjölmiðli og getur haft áhrif á fjölda ungs fólks. Viljum við þetta í alvörunni? Við verðum að gera betur og megum ekki láta eins og svona lagað sé eðlilegt, hvort sem um Alvaro eða einhvern annan er að ræða.“ Morata hefur sjálfur talað um að sér líði betur utan Spánar og það sé ekki síst vegna áhrifa umræðunnar á fjölskyldu hans. Fjölskyldan verður á staðnum í kvöld þegar Spánn spilar í undanúrslitum. View this post on Instagram A post shared by Alice Campello Morata (@alicecampello) Alice skrifar: „Ekki gleyma að þessir leikmenn eiga móður, föður, eiginkonu og börn sem neyðast til að lesa svona villimennsku. Þetta blað er bara einfalt dæmi um þúsundir annarra svona skrifa á degi hverjum. Áður en við tölum ættum við að íhuga hvaða áhrif orð okkar hafa á aðra. Ég endurtek: Öllum er frjálst að segja sína skoðun, en ekki að særa aðra.“ Leikur Frakklands og Spánar hefst klukkan 19 í kvöld og sigurliðið spilar svo úrslitaleik EM á sunnudaginn, við Holland eða England. EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Sjá meira
Hálfgert stríð hefur verið í gangi á milli Morata og spænskra fjölmiðla en hann telur sig ekki njóta sannmælis hjá fjölmiðlum og hluta stuðningsmanna. Baulað var á Morata í vináttulandsleik gegn Brasilíu í mars og á Evrópumótinu hefur hann nýtt blaðaviðtöl til þess að tala um að sér hafi liðið betur þegar hann spilaði utan Spánar, og að hann gæti mögulega hætt í spænska landsliðinu eftir EM. Alice Campello og Alvaro Morata kyssast eftir leik Spánar og Albaníu í Düsseldorf á EM.Getty/Jean Catuffe Þessi ummæli hans hafa farið illa í marga og sérstaklega vakti grein í El Confidencial athygli en þar segir í fyrirsögn: „Morata, fyrirliði sem er Spáni til skammar, ekki bara vegna slakrar frammistöðu á EM.“ Morata er svo í greininni lýst sem vælukjóa og að ummæli hans séu það síðasta sem Spánverjar hafi þurft á að halda eftir arfaslaka frammistöðu hans innan vallar. Hegðun hans sé barnaleg hjá 31 árs gömlum leikmanni sem þar að auki sé með fyrirliðaband Spánverja. Hann sé skelfilegur talsmaður Spánar. Í fyrirsögn El Confidencial, sem hér hefur verið snarað yfir á ensku, segir að Morata valdi Spáni skömm.Skjáskot/El Confidencial Eiginkonan Alice er eins og gefur að skilja ekki beinlínis sammála þessum fullyrðingum og skrifar á Instagram: „Ég þoli ekki að vera eitthvað fórnarlamb og valda sundrung en þetta er ekki eðlilegt fyrir mér. Er þetta bara í lagi? Eina slaka frammistaðan sem ég sé er hjá blaðamanninum. Það er klikkun að í stað þess að styðja leikmanninn og landsliðið okkar þá skuli hann reyna að sökkva honum. Hvernig á maður að geta staðið sig sem best fyrir þjóð sína ef honum líður eins og hann sé rúinn trausti? Hver er tilgangurinn með þessari fyrirsögn? Að auka hatur gagnvart manneskju? Það eiga allir rétt á sinni skoðun og mega segja hana, en það eru margar leiðir til þess, sérstaklega þegar maður vinnur hjá fjölmiðli og getur haft áhrif á fjölda ungs fólks. Viljum við þetta í alvörunni? Við verðum að gera betur og megum ekki láta eins og svona lagað sé eðlilegt, hvort sem um Alvaro eða einhvern annan er að ræða.“ Morata hefur sjálfur talað um að sér líði betur utan Spánar og það sé ekki síst vegna áhrifa umræðunnar á fjölskyldu hans. Fjölskyldan verður á staðnum í kvöld þegar Spánn spilar í undanúrslitum. View this post on Instagram A post shared by Alice Campello Morata (@alicecampello) Alice skrifar: „Ekki gleyma að þessir leikmenn eiga móður, föður, eiginkonu og börn sem neyðast til að lesa svona villimennsku. Þetta blað er bara einfalt dæmi um þúsundir annarra svona skrifa á degi hverjum. Áður en við tölum ættum við að íhuga hvaða áhrif orð okkar hafa á aðra. Ég endurtek: Öllum er frjálst að segja sína skoðun, en ekki að særa aðra.“ Leikur Frakklands og Spánar hefst klukkan 19 í kvöld og sigurliðið spilar svo úrslitaleik EM á sunnudaginn, við Holland eða England.
EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Sjá meira