Erlent

Blaða­manna­fundur Biden á afmælisfundi At­lants­hafs­banda­lagsins

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Biden ávarpar blaðamenn einn í fyrsta sinn síðan kappræðurnar fóru fram milli hans og Trump.
Biden ávarpar blaðamenn einn í fyrsta sinn síðan kappræðurnar fóru fram milli hans og Trump. Getty/Kevin Dietsch

Joe Biden Bandaríkjaforseti heldur í kvöld blaðamannafund að leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins loknum. Hann hefur sætt gagnrýni og jafnvel áköll um að stíga til hliðar í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum vegna lélegrar frammistöðu í kappræðum milli hans og Donalds Trump mótframbjóðanda hans.

Talið er að frammistaða hans á þessum blaðamannafundi gæti komið til með að skipta sköpum. Sumir félagar hans í Demókrataflokknum hafa jafnvel neitað að lýsa yfir stuðningi sínum við framboð Bidens verði frammistaða hans á fundinum í kvöld eitthvað lík þeirri og við sáum í kappræðunum.

Blaðamannafundurinn er síðasti dagskrárliður leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins sem haldin hefur verið undanfarna daga í Washington til að marka 75 ára afmæli bandalagsins. Er þetta jafnframt fyrsti blaðamannafundur sem Biden heldur einn í langan tíma.

Ætlast er til þess að útsending hefjist klukkan ellefu á íslenskum tíma.Horfa má á fundinn í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Biden lýsti aðdáun á Íslandi og hrósar framlagi á alþjóðavettvangi

Framlag Íslands á alþjóðavettvangi er til fyrirmyndar og umfram væntingar að sögn forseta Bandaríkjanna. Þetta sagði Joe Biden í samtali við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra á leiðtogafundi NATO sem nú stendur yfir í Washington. Síðasti dagur 75 ára afmælis- og leiðtogafundar NATO er í dag en eftirvænting ríkir fyrir blaðamannafundi sem Biden hefur boðað síðar í kvöld.

Vaxandi efasemdir um ágæti Bidens

Stórleikarinn George Clooney, sem jafnframt hefur verið einn af styrktaraðilum forsetaframboðs Joe Biden, segist hættur að styðja framboð Biden og honum finnist að Biden ætti að hætta við að fara fram. Þá hefur Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkjanna, verið loðin í svörum um hvort hún vilji enn sjá hann fara fram. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×