Fótbolti

Austur­ríki með sigur sem skilar þeim engu öðru en á­nægju

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Eileen Campbell var á skotskónum sem og oft áður.
Eileen Campbell var á skotskónum sem og oft áður. Mateusz Slodkowski/Getty Images

Austurríki vann 3-1 gegn Póllandi í undankeppni Evrópumótsins. Þjóðirnar tvær eru með Íslandi og Þýskalandi í riðli en eiga hvorugar möguleika á að komast upp úr riðlinum. 

Sigurinn var öruggur fyrir þær austurrísku. Celina Degen kom þeim yfir, Eileen Campbell tvöfaldaði forystuna og þær tóku þriggja marka forystu þegar Sylwia Matisik setti boltann óvart í eigið net.

Natalia Padilla klóraði í bakkann fyrir þær pólsku en nær komust þær ekki og Austurríki hirti stigin þrjú.

Stig sem hefðu verið Austurríki gríðarleg mikilvæg í baráttunni um sæti á Evrópumótinu en sigur Íslands gegn Þýskalandi þýðir að þær austurrísku munu þurfa að spreyta sig í umspilinu.

Ísland er með tíu stig og Austurríki sjö, þær gætu því jafnað Ísland að stigum og endað með betri markatölu en þar sem Ísland vann innbyrðis viðureignir liðanna endar Ísland í 2. sæti riðilsins. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×