Þorsteinn: Mér finnst reyndar margir þeirra sem tjá sig ekki hafa hundsvit á kvennafótbolta Árni Jóhannsson skrifar 12. júlí 2024 19:50 Þorsteinn Halldórsson hvetur sínar stelpur áfram til sigursins á Þjóðverjum. Vísir / Anton Brink Á fundi með blaðamönnum var farið yfir víðan völl um sigurleik Íslands á Þjóðverjum með Þorsteini Halldórssyni þjálfara liðsins. Umræðan fór út í ferlið á liðinu og gagnrýni á það sem Þorsteinn taldi hafa verið skrýtna á köflum. Liðið var gagnrýnt fyrir t.a.m. leikinn á móti Þýskalandi á síðasta ári sem tapaðist og var Þorsteinn spurður að því hvort eitthvað hafði breyst í millitíðinni. „Við höfum náttúrlega bara þróast sem lið og vorum gagnrýnd mikið eftir þennan Þýskalands leik sem var lélegur. Öll lið geta átt lélega leiki en mér fannst gagnrýnin ´23 mjög skrýtin á köflum. Mér fannst liðið alltaf vera að þróast í rétta átt og við náðum í góð úrslit alveg fram að því þegar Þjóðardeildin byrjar. Við vorum búin að ná í góð úrslit í öllum þessum æfingaleikjum en töpum á móti Finnum hérna heima sem var okkar slakasti leikur en fórum svo til Austurríkis og vinnum þar.“ „Síðan byrjar Þjóðardeildin og auðvitað tók tíma að þróa liðið og við höfum unnið ötullega að því með öllu fólkinu í kringum þetta. Stelpurnar hafa tekið skref hægt og róleg fram á við. Við erum bara að verða betri sem lið smáma saman og það er ekkert óeðlilegt að það taki smá tíma eftir allar breytingarnar sem hafa orðið.“ Þorsteinn var þá spurður að því hvort gagnrýnin hafi haft einhver áhrif á hann og hvort það hafi verið gott að svara svona eins og í dag. „Þetta er eina svarið sem þú í raun getur gefið. Vinna Þýskaland 3-0 og fara beint á EM. Síðan geta allir gagnrýnendurnir borðað skítuga sokka. Maður hefur lært það í gegnum tíðina það að vera landsliðsþjálfari þýðir að það er mikil gagnrýni. Ég er ekki á Twitter og fylgist ekki með samfélagsmiðlum og les ekkert eftir leiki. Ég reyni að útiloka þetta allt saman. Ég veit alveg að það er gagnrýni í þessu og veit hvað er í gangi en mér finnst reyndar margir af þeim sem eru að tjá sig ekki hafa hundsvit á kvennafótbolta.“ Þorsteinn viðurkenndi það að það væri pressa að landsliðsþjálfari en sagðist aldrei hafa fundið fyrir pressu frá sambandinu. „Það er bara pressa að vera landsliðsþjálfari, það fylgir starfinu og þú þarft að standa þig. Það var samt aldrei pressa héðan frá. Pressan er bara það að vera landsliðsþjálfari en auðvitað voru það vonbrigði að komast ekki á HM. Við getum ekki falið það en nú erum við komin á EM.“ „Við þurfum að halda áfram að þróast sem lið en eitt í þessu er að við eigum Pólland á þriðjudaginn. Það er mikilvægur leikur því við getum unnið riðilinn. Stigafjöldinn skiptir máli upp á röðunina þegar dregið er í riðilinn. Á EM ´22 munaði hálfu stigi á okkur og Austurríki hvor væri í þriðja styrkleikaflokki. Við erum komnar upp fyrir þær allavega og einhver lið en Sviss færi náttúrlega eitt sæti. Þær eru í fyrsta styrkleikaflokki og svo koma næstu sjö lið sem raðast í efstu tvo styrkleikflokkana og ég veit ekki röðunina en ég held að við þurfum að vinna í Póllandi til að vera örugg í þriðja styrkleikaflokki. Það er markmiðið í dag að fara til Póllands og vinna þar.“ Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 3-0 | Stelpurnar rúlluðu yfir Þýskaland og eru á leiðinni á EM Ísland vann ævintýralegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli. Frammistaða liðsins var stórkostleg og íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er á leiðinni á EM 2025. Uppgjör og viðtöl væntanleg. 12. júlí 2024 18:22 Tjá sig á Twitter um sigur Íslands: „Ein bestu úrslit í íslensku fótboltasögunni“ Ísland malaði Þýskaland 3-0 á Laugardalsvelli og tryggði sér sæti á fimmta Evrópumótinu í röð. Netverjar leituðu á samfélagsmiðilinn Twitter, sem gengur nú undir nafninu X, til að tjá sig um leikinn. 12. júlí 2024 18:35 Einkunnir íslenska liðsins | Miðvarðarparið og Sveindís Jane fremstar á meðal annarra flottra frammistaðna Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta léku á als oddi þegar liðið vann stórkostlegan sigur gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 á Laugardalsvelli í dag. Spilamennskan fleytti íslenska liðinu á Evrópumótið og sýndu íslensku leikmennirnir það klárlega í þessum leik að þar á liðið svo sannarlega heima. 12. júlí 2024 18:18 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Sjá meira
Liðið var gagnrýnt fyrir t.a.m. leikinn á móti Þýskalandi á síðasta ári sem tapaðist og var Þorsteinn spurður að því hvort eitthvað hafði breyst í millitíðinni. „Við höfum náttúrlega bara þróast sem lið og vorum gagnrýnd mikið eftir þennan Þýskalands leik sem var lélegur. Öll lið geta átt lélega leiki en mér fannst gagnrýnin ´23 mjög skrýtin á köflum. Mér fannst liðið alltaf vera að þróast í rétta átt og við náðum í góð úrslit alveg fram að því þegar Þjóðardeildin byrjar. Við vorum búin að ná í góð úrslit í öllum þessum æfingaleikjum en töpum á móti Finnum hérna heima sem var okkar slakasti leikur en fórum svo til Austurríkis og vinnum þar.“ „Síðan byrjar Þjóðardeildin og auðvitað tók tíma að þróa liðið og við höfum unnið ötullega að því með öllu fólkinu í kringum þetta. Stelpurnar hafa tekið skref hægt og róleg fram á við. Við erum bara að verða betri sem lið smáma saman og það er ekkert óeðlilegt að það taki smá tíma eftir allar breytingarnar sem hafa orðið.“ Þorsteinn var þá spurður að því hvort gagnrýnin hafi haft einhver áhrif á hann og hvort það hafi verið gott að svara svona eins og í dag. „Þetta er eina svarið sem þú í raun getur gefið. Vinna Þýskaland 3-0 og fara beint á EM. Síðan geta allir gagnrýnendurnir borðað skítuga sokka. Maður hefur lært það í gegnum tíðina það að vera landsliðsþjálfari þýðir að það er mikil gagnrýni. Ég er ekki á Twitter og fylgist ekki með samfélagsmiðlum og les ekkert eftir leiki. Ég reyni að útiloka þetta allt saman. Ég veit alveg að það er gagnrýni í þessu og veit hvað er í gangi en mér finnst reyndar margir af þeim sem eru að tjá sig ekki hafa hundsvit á kvennafótbolta.“ Þorsteinn viðurkenndi það að það væri pressa að landsliðsþjálfari en sagðist aldrei hafa fundið fyrir pressu frá sambandinu. „Það er bara pressa að vera landsliðsþjálfari, það fylgir starfinu og þú þarft að standa þig. Það var samt aldrei pressa héðan frá. Pressan er bara það að vera landsliðsþjálfari en auðvitað voru það vonbrigði að komast ekki á HM. Við getum ekki falið það en nú erum við komin á EM.“ „Við þurfum að halda áfram að þróast sem lið en eitt í þessu er að við eigum Pólland á þriðjudaginn. Það er mikilvægur leikur því við getum unnið riðilinn. Stigafjöldinn skiptir máli upp á röðunina þegar dregið er í riðilinn. Á EM ´22 munaði hálfu stigi á okkur og Austurríki hvor væri í þriðja styrkleikaflokki. Við erum komnar upp fyrir þær allavega og einhver lið en Sviss færi náttúrlega eitt sæti. Þær eru í fyrsta styrkleikaflokki og svo koma næstu sjö lið sem raðast í efstu tvo styrkleikflokkana og ég veit ekki röðunina en ég held að við þurfum að vinna í Póllandi til að vera örugg í þriðja styrkleikaflokki. Það er markmiðið í dag að fara til Póllands og vinna þar.“
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 3-0 | Stelpurnar rúlluðu yfir Þýskaland og eru á leiðinni á EM Ísland vann ævintýralegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli. Frammistaða liðsins var stórkostleg og íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er á leiðinni á EM 2025. Uppgjör og viðtöl væntanleg. 12. júlí 2024 18:22 Tjá sig á Twitter um sigur Íslands: „Ein bestu úrslit í íslensku fótboltasögunni“ Ísland malaði Þýskaland 3-0 á Laugardalsvelli og tryggði sér sæti á fimmta Evrópumótinu í röð. Netverjar leituðu á samfélagsmiðilinn Twitter, sem gengur nú undir nafninu X, til að tjá sig um leikinn. 12. júlí 2024 18:35 Einkunnir íslenska liðsins | Miðvarðarparið og Sveindís Jane fremstar á meðal annarra flottra frammistaðna Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta léku á als oddi þegar liðið vann stórkostlegan sigur gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 á Laugardalsvelli í dag. Spilamennskan fleytti íslenska liðinu á Evrópumótið og sýndu íslensku leikmennirnir það klárlega í þessum leik að þar á liðið svo sannarlega heima. 12. júlí 2024 18:18 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 3-0 | Stelpurnar rúlluðu yfir Þýskaland og eru á leiðinni á EM Ísland vann ævintýralegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli. Frammistaða liðsins var stórkostleg og íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er á leiðinni á EM 2025. Uppgjör og viðtöl væntanleg. 12. júlí 2024 18:22
Tjá sig á Twitter um sigur Íslands: „Ein bestu úrslit í íslensku fótboltasögunni“ Ísland malaði Þýskaland 3-0 á Laugardalsvelli og tryggði sér sæti á fimmta Evrópumótinu í röð. Netverjar leituðu á samfélagsmiðilinn Twitter, sem gengur nú undir nafninu X, til að tjá sig um leikinn. 12. júlí 2024 18:35
Einkunnir íslenska liðsins | Miðvarðarparið og Sveindís Jane fremstar á meðal annarra flottra frammistaðna Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta léku á als oddi þegar liðið vann stórkostlegan sigur gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 á Laugardalsvelli í dag. Spilamennskan fleytti íslenska liðinu á Evrópumótið og sýndu íslensku leikmennirnir það klárlega í þessum leik að þar á liðið svo sannarlega heima. 12. júlí 2024 18:18