„Svona leikur er ástæðan fyrir því af hverju maður er í fótbolta“ Andri Már Eggertsson skrifar 12. júlí 2024 20:31 Glódís Perla Viggósdóttir fagnaði eftir leik Vísir/Anton Brink Glódís Perla Viggósdóttir var afar ánægð eftir ævintýralegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli. Með sigri tryggði íslenska kvennalandsliðið í fótbolta sér þátttökurétt á EM í fimmta skipti í röð. „Ég held að ólýsanlegt sé orðið til að nota um þetta. Maður fyllist stolti á þessu augnabliki og við vorum ekki bara að tryggja okkur inn á EM heldur líka vinna sterkt landslið Þýskalands 3-0. Maður fann að meðbyrinn var með okkur. Það var ótrúlega gaman að spila í landsliðstreyjunni með þessum stelpum í dag og ég er ótrúlega stolt af því,“ sagði Glódís í samtali við Vísi eftir leik. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenska kvennalandsliðið skorar gegn Þýskalandi á heimavelli en liðinu hafði ekki tekist það í fjórum tilraunum. Glódís sagði að liðið hafi ekki verið meðvitað um þessa staðreynd en hafði gaman af því að heyra af þessu. „Ég vissi það ekki en við erum búnar að redda því allavega.“ Glódís var mjög ánægð með að liðið hafi verið 1-0 yfir í hálfleik og fór yfir hvernig var að spila í þessum vindi. „Það er alltaf kúnst að spila í svona vindi. Við vorum gríðarlega sáttar að hafa verið 1-0 yfir í hálfleik og ætluðum að halda áfram. Við vissum að það yrði erfiðara fyrir þær að liggja á okkur af því að þær væru á móti vindi.“ Að mati Glódísar var vinnuframlag liðsins það sem gerði það að verkum að Ísland vann 3-0 sigur gegn Þýskalandi. „Vinnuframlagið og það sem við lögðum í leikinn. Við hentum okkur fyrir öll skot og allar fyrirgjafir. Svona leikur er ástæðan fyrir því af hverju maður er í fótbolta.“ Aðspurð um atvikið þegar Glódís bjargaði á marklínu sagðist Glódís lítið hafa hugsað á þessu augnabliki. „Maður nær ekkert að hugsa í svona augnabliki. Ég hugsaði að boltinn væri á leiðinni inn svo hugsaði ég að ég myndi mögulega ná honum og ég var nokkuð heppin að hafa ekki tæklað boltann inn.“ Glódís fór fögrum orðum um Sveindísi Jane Jónsdóttur sem kom að öllum mörkum leiksins. „Hún var í heimsklassa. Hún er búin að finna þessa stöðu sem hún er að spila núna og hún hefur gert hana að sinni og það er það sem við viljum. Þegar hún á svona leiki eins og í dag þá er ekkert eðlilega erfitt að eiga við hana. Þetta á við um alla leikmennina í liðinu og þetta var eiginlega galið.“ Að lokum var Glódís spurð út í stemninguna í hópnum og inni í klefa eftir leikinn og það heyrðist mikið í liðsfélögum hennar sem voru með hátalara að spila tónlist fyrir utan skúrinn sem viðtölin voru tekin í. „Það er alltaf geggjuð stemning hjá okkur. Auðvitað er extra gaman eftir svona leik og ég veit ekki hvenær leikurinn kláraðist en við erum búnar að vera að dansa inni í klefa síðan.“ EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Handbolti Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Enski boltinn „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Handbolti Erin frá Stjörnunni til Kanada Fótbolti Grétar í átta mánaða bann: Sakaður um ofbeldi og tal um typpalykt Sport Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Körfubolti Uppgjörið: Valur - Melsungen 28 - 33 | Héldu í við þýska toppliðið Handbolti Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Handbolti Napoli jók forskotið á toppi deildarinnar Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Erin frá Stjörnunni til Kanada Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Napoli jók forskotið á toppi deildarinnar Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Uppgjörið: Valur - Melsungen 28 - 33 | Héldu í við þýska toppliðið Luke Shaw verður lengur frá keppni en talið var fyrst Eiður Aron riftir við Vestra Sonur Dagnýjar leiddi Bowen inn á fyrir leikinn gegn United Sporting staðfestir áhuga United á Amorim Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Hver er þessi Rúben Amorim? Hrokinn varð honum að falli Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Rotaðist á marklínunni Sá besti ekki einu sinn tilnefndur í ensku úrvalsdeildinni Grétar í átta mánaða bann: Sakaður um ofbeldi og tal um typpalykt Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Haaland skrópaði líka og fór frekar á leik í Svíþjóð Sjá meira
„Ég held að ólýsanlegt sé orðið til að nota um þetta. Maður fyllist stolti á þessu augnabliki og við vorum ekki bara að tryggja okkur inn á EM heldur líka vinna sterkt landslið Þýskalands 3-0. Maður fann að meðbyrinn var með okkur. Það var ótrúlega gaman að spila í landsliðstreyjunni með þessum stelpum í dag og ég er ótrúlega stolt af því,“ sagði Glódís í samtali við Vísi eftir leik. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenska kvennalandsliðið skorar gegn Þýskalandi á heimavelli en liðinu hafði ekki tekist það í fjórum tilraunum. Glódís sagði að liðið hafi ekki verið meðvitað um þessa staðreynd en hafði gaman af því að heyra af þessu. „Ég vissi það ekki en við erum búnar að redda því allavega.“ Glódís var mjög ánægð með að liðið hafi verið 1-0 yfir í hálfleik og fór yfir hvernig var að spila í þessum vindi. „Það er alltaf kúnst að spila í svona vindi. Við vorum gríðarlega sáttar að hafa verið 1-0 yfir í hálfleik og ætluðum að halda áfram. Við vissum að það yrði erfiðara fyrir þær að liggja á okkur af því að þær væru á móti vindi.“ Að mati Glódísar var vinnuframlag liðsins það sem gerði það að verkum að Ísland vann 3-0 sigur gegn Þýskalandi. „Vinnuframlagið og það sem við lögðum í leikinn. Við hentum okkur fyrir öll skot og allar fyrirgjafir. Svona leikur er ástæðan fyrir því af hverju maður er í fótbolta.“ Aðspurð um atvikið þegar Glódís bjargaði á marklínu sagðist Glódís lítið hafa hugsað á þessu augnabliki. „Maður nær ekkert að hugsa í svona augnabliki. Ég hugsaði að boltinn væri á leiðinni inn svo hugsaði ég að ég myndi mögulega ná honum og ég var nokkuð heppin að hafa ekki tæklað boltann inn.“ Glódís fór fögrum orðum um Sveindísi Jane Jónsdóttur sem kom að öllum mörkum leiksins. „Hún var í heimsklassa. Hún er búin að finna þessa stöðu sem hún er að spila núna og hún hefur gert hana að sinni og það er það sem við viljum. Þegar hún á svona leiki eins og í dag þá er ekkert eðlilega erfitt að eiga við hana. Þetta á við um alla leikmennina í liðinu og þetta var eiginlega galið.“ Að lokum var Glódís spurð út í stemninguna í hópnum og inni í klefa eftir leikinn og það heyrðist mikið í liðsfélögum hennar sem voru með hátalara að spila tónlist fyrir utan skúrinn sem viðtölin voru tekin í. „Það er alltaf geggjuð stemning hjá okkur. Auðvitað er extra gaman eftir svona leik og ég veit ekki hvenær leikurinn kláraðist en við erum búnar að vera að dansa inni í klefa síðan.“
EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Handbolti Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Enski boltinn „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Handbolti Erin frá Stjörnunni til Kanada Fótbolti Grétar í átta mánaða bann: Sakaður um ofbeldi og tal um typpalykt Sport Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Körfubolti Uppgjörið: Valur - Melsungen 28 - 33 | Héldu í við þýska toppliðið Handbolti Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Handbolti Napoli jók forskotið á toppi deildarinnar Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Erin frá Stjörnunni til Kanada Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Napoli jók forskotið á toppi deildarinnar Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Uppgjörið: Valur - Melsungen 28 - 33 | Héldu í við þýska toppliðið Luke Shaw verður lengur frá keppni en talið var fyrst Eiður Aron riftir við Vestra Sonur Dagnýjar leiddi Bowen inn á fyrir leikinn gegn United Sporting staðfestir áhuga United á Amorim Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Hver er þessi Rúben Amorim? Hrokinn varð honum að falli Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Rotaðist á marklínunni Sá besti ekki einu sinn tilnefndur í ensku úrvalsdeildinni Grétar í átta mánaða bann: Sakaður um ofbeldi og tal um typpalykt Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Haaland skrópaði líka og fór frekar á leik í Svíþjóð Sjá meira
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti