Líkt og áður segir var einn handtekinn og var fluttur til Akureyrar en er nú laus úr haldi. Að öðru leyti getur lögregla ekki veitt frekari upplýsingar um málið, en staðfestir þó að enginn hafi þurft að leita á sjúkrastofnun í tengslum við aðgerðirnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu var maðurinn handtekinn í heimahúsi.
Hríseyjarhátíðin fer fram um helgina og hefur að öðru leyti farið vel af stað að sögn Andra. Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu enda margt fólk á svæðinu, bæði í Hrísey og víðar í umdæminu, en hefur helgin til þessa gengið vel þrátt fyrir talsverða umferð og hvassviðri.