Fótbolti

Fer ófögrum orðum um frammi­stöðu Rice: „Hann er gagns­laus“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Rafael van der Vaart var ekki hrifinn af því sem hann sá frá Declan Rice á nýafstöðnu Evrópumóti.
Rafael van der Vaart var ekki hrifinn af því sem hann sá frá Declan Rice á nýafstöðnu Evrópumóti. Samsett

Rafael van der Vaart, fyrrverandi leikmaður liða á borð við Real Madrid, Tottenham og hollenska landsliðsins, var vægast sagt ekki hrifinn af því sem hann sá frá Declan Rice, miðjumanni Arsenal, á nýafstöðnu Evrópumóti.

Van der Vaart, sem á sínum tíma spilaði 109 leiki fyrir hollenska landsliðið, hefur ekki beint verið þekktur fyrir að skafa af hlutunum eftir að leikmannaferli hans lauk. 

Þessi fyrrverandi leikmaður Tottenham hafði ýmislegt að segja um frammistöðu Declan Rice á Evrópumótinu, en Van der Vaart veltir fyrir sér hvað það er sem Rice kemur með að borðinu.

Arsenal borgaði rúmlega hundrað milljónir punda fyrir Rice síðasta sumar og hann lék hverja einustu mínútu fyrir enska landsliðið á nýafstöðnu Evrópumóti þar sem Englendingar þurftu að sætta sig við silfur.

„Hundrað milljónir fyrir Declan Rice. Hvað gerir hann? Hann kemur og sækir boltann bara til að senda hann aftur á John Stones,“ sagði Van der Vaart um frammistöðu Rice.

„Hann er gagnslaus. Ef þú ert virkilega hundrað milljón punda virði þá áttu að geta sent boltann fram völlinn líka.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×