Fótbolti

Shaqiri hættur með sviss­neska lands­liðinu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Shaqiri lék sinn síðasta landsleik gegn Englandi í 8-liða úrslitum Evrópumótsins.
Shaqiri lék sinn síðasta landsleik gegn Englandi í 8-liða úrslitum Evrópumótsins. Carl Recine/Getty Images

Xherdan Shaqiri hefur ákveðið að hætta að leika með landsliði Sviss í fótbolta. Hann mun halda áfram félagsliðaferlinum sem leikmaður Chicago Fire í MLS deildinni í Bandaríkjunum. 

Það eru rúm fjórtán ár síðan hinn 32 ára gamli Shaqiri þreytti frumraun sína með svissneska landsliðinu. Síðan þá hefur hann fest sig í sessi sem lykilmaður landsliðsins og skorað á hverju einasta stórmóti síðan 2014, mörkin mörg hver með glæsilegum hætti.

Shaqiri skoraði í vítaspyrnukeppni í sínum síðasta landsleik þegar Sviss féll úr leik gegn Englandi í 8-liða úrslitum Evrópumótsins.

Hann leggur landsliðsskóna á hilluna sem fjórði markahæsti leikmaður í sögu Sviss með 32 mörk í 125 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×