Neville vill enskan þjálfara fyrir landsliðið Smári Jökull Jónsson skrifar 16. júlí 2024 22:31 Neville vill að heimamaður taki við enska landsliðinu af Gareth Southgate. Vísir/Getty Enska knattspyrnusambandið leitar bæði innan- og utanlands að næsta þjálfara enska landsliðsins í knattspyrnu. Sérfræðingurinn Gary Neville vill að sambandið ráði heimamann. Gareth Southgate sagði starfi sínu lausu sem landsliðsþjálfari enska landsliðsins í morgun. Enskir knattspyrnuspekingar kappkosta nú við að orða hvern þjálfarann á fætur öðrum við starfið og sitt sýnist hverjum. Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins og núverandi sérfræðingur á Skysports, er harður á því að ráða eigi Englending sem landsliðsþjálfara. „Næsti þjálfari þarf að vinna bikar til að gera betur en Gareth Southgate. Við höfum haft allar tegundir þjálfara í gegnum árin. Þennan flotta, alþjóðlegan, bestu ensku þjálfarana og aðila sem hafa komið upp í gegnum yngri landsliðin.“ „Það eru engin vísindi varðandi hvað virkar og það er enginn augljós kandídat. Graham Potter og Eddie Howe verða nefndir og ég held að það verði ráðinn enskur þjálfari,“ segir Neville í samtali við Skysports. „Gefum þeim tækifærið“ Á sínum tíma færði enska sambandið höfuðstöðvar allra landsliða sinna yfir á St. George Park sem var byggt árið 2012. Neville segir að ein af ástæðunum hafi verið að búa til og þróa góða enska þjálfara. Hann vill meina að það væri rangt að ráða erlendan aðila í starfið á þessum tímapunkti. „Þú getur ekki horft framhjá frábærum erlendum þjálfurum eins og Jurgen Klopp og Pep Guardiola. Enskir þjálfarar eiga langan veg fyrir höndum gagnvart öðrum stórum þjóðum og við þurfum að leggja hart að okkur og gefa þeim tækifæri í stærstu og erfiðustu leikjunum. Gefum þeim tækifærið.“ Líta líka út fyrir landsteinana Í frétt Skysports kemur fram að enska knattspyrnusambandið ætli þó ekki að einskorða leit sína að eftirmanni Southgate við heimamenn þó sagt sé að yfirmaður sambandsins, Mark Bullingham, vilji ráða Englending. John McDermott, tæknilegur ráðgjafi hjá sambandinu, er nátengdur Mauricio Pochettino eftir að þeir unnu saman hjá Tottenham og þá eiga Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, og Graham Potter fyrrum stjóri Chelsea og Brighton, sína aðdáendur innan knattspyrnusambandsins. Enska sambandið þyrfti að greiða Newcastle góða upphæð ef Howe yrði ráðinn en hann skrifaði undir nýjan samning við félagið á síðasta ári. Potter ku vera áhugasamur um að taka við landsliðinu og þá er Lee Carsley, þjálfari U21-árs liðs Englands, líka inni í myndinni. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Fleiri fréttir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Sjá meira
Gareth Southgate sagði starfi sínu lausu sem landsliðsþjálfari enska landsliðsins í morgun. Enskir knattspyrnuspekingar kappkosta nú við að orða hvern þjálfarann á fætur öðrum við starfið og sitt sýnist hverjum. Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins og núverandi sérfræðingur á Skysports, er harður á því að ráða eigi Englending sem landsliðsþjálfara. „Næsti þjálfari þarf að vinna bikar til að gera betur en Gareth Southgate. Við höfum haft allar tegundir þjálfara í gegnum árin. Þennan flotta, alþjóðlegan, bestu ensku þjálfarana og aðila sem hafa komið upp í gegnum yngri landsliðin.“ „Það eru engin vísindi varðandi hvað virkar og það er enginn augljós kandídat. Graham Potter og Eddie Howe verða nefndir og ég held að það verði ráðinn enskur þjálfari,“ segir Neville í samtali við Skysports. „Gefum þeim tækifærið“ Á sínum tíma færði enska sambandið höfuðstöðvar allra landsliða sinna yfir á St. George Park sem var byggt árið 2012. Neville segir að ein af ástæðunum hafi verið að búa til og þróa góða enska þjálfara. Hann vill meina að það væri rangt að ráða erlendan aðila í starfið á þessum tímapunkti. „Þú getur ekki horft framhjá frábærum erlendum þjálfurum eins og Jurgen Klopp og Pep Guardiola. Enskir þjálfarar eiga langan veg fyrir höndum gagnvart öðrum stórum þjóðum og við þurfum að leggja hart að okkur og gefa þeim tækifæri í stærstu og erfiðustu leikjunum. Gefum þeim tækifærið.“ Líta líka út fyrir landsteinana Í frétt Skysports kemur fram að enska knattspyrnusambandið ætli þó ekki að einskorða leit sína að eftirmanni Southgate við heimamenn þó sagt sé að yfirmaður sambandsins, Mark Bullingham, vilji ráða Englending. John McDermott, tæknilegur ráðgjafi hjá sambandinu, er nátengdur Mauricio Pochettino eftir að þeir unnu saman hjá Tottenham og þá eiga Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, og Graham Potter fyrrum stjóri Chelsea og Brighton, sína aðdáendur innan knattspyrnusambandsins. Enska sambandið þyrfti að greiða Newcastle góða upphæð ef Howe yrði ráðinn en hann skrifaði undir nýjan samning við félagið á síðasta ári. Potter ku vera áhugasamur um að taka við landsliðinu og þá er Lee Carsley, þjálfari U21-árs liðs Englands, líka inni í myndinni.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Fleiri fréttir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti