Man United staðfestir komu Yoro og söluna á Greenwood Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júlí 2024 19:25 Erik Ten Hag, þjálfari Man United, og nýjasti leikmaður liðsins. Manchester United/Getty Images Manchester United hefur staðfest kaupin á franska varnarmanninum Leny Yoro. Sá var liðsfélagi Hákons Arnars Haraldssonar hjá Lille á síðustu leiktíð en hefur nú fært sig yfir Ermasundið til Man United. Í sömu andrá hefur Man United staðfest brottför Mason Greenwood. Hann hefur verið seldur til franska félagsins Marseille. Hinn 18 ára gamli Yoro hefur vakið mikla athygli undanfarið tímabil og var gríðarlega eftirsóttur í sumar. Talið var að hann myndi ganga í raðir Real Madríd en Evrópu- og Spánarmeistararnir vildu fá hann frítt næsta sumar svo forráðamenn Man United ákváðu að ganga í það að kaupa miðvörðinn. „Að skrifa undir hjá liði af þessari stærðargráðu og með þennan metnað svo snemma á ferli mínum er mikill heiður,“ sagði Yoro við undirskriftina. Hann skrifar undir samning til ársins 2029 með möguleika á árs framlengingu. 🔴 This is home. Bienvenue a Manchester United, @Leny_Yoro! 🙌 #MUFC— Manchester United (@ManUtd) July 18, 2024 Yoro er annar leikmaðurinn sem Man United kaupir í sumar en áður hafði Joshua Zirkzee, framherji frá Hollandi, gengið í raðir félagsins. Framherjinn Greenwood hefur ekki spilað fyrir Man United síðan kærasta ásakaði hann um líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi. Birti hún myndir og hljóðbrot því til sönnunar. Fallið var frá ákæru eftir að hún dró vitnisburð sinn til baka. Leikmaðurinn var lánaður til Getafe á Spáni á síðustu leiktíð og hefur nú verið seldur til Marseille. Mason Greenwood has completed a permanent transfer to Marseille.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) July 18, 2024 Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Sjá meira
Í sömu andrá hefur Man United staðfest brottför Mason Greenwood. Hann hefur verið seldur til franska félagsins Marseille. Hinn 18 ára gamli Yoro hefur vakið mikla athygli undanfarið tímabil og var gríðarlega eftirsóttur í sumar. Talið var að hann myndi ganga í raðir Real Madríd en Evrópu- og Spánarmeistararnir vildu fá hann frítt næsta sumar svo forráðamenn Man United ákváðu að ganga í það að kaupa miðvörðinn. „Að skrifa undir hjá liði af þessari stærðargráðu og með þennan metnað svo snemma á ferli mínum er mikill heiður,“ sagði Yoro við undirskriftina. Hann skrifar undir samning til ársins 2029 með möguleika á árs framlengingu. 🔴 This is home. Bienvenue a Manchester United, @Leny_Yoro! 🙌 #MUFC— Manchester United (@ManUtd) July 18, 2024 Yoro er annar leikmaðurinn sem Man United kaupir í sumar en áður hafði Joshua Zirkzee, framherji frá Hollandi, gengið í raðir félagsins. Framherjinn Greenwood hefur ekki spilað fyrir Man United síðan kærasta ásakaði hann um líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi. Birti hún myndir og hljóðbrot því til sönnunar. Fallið var frá ákæru eftir að hún dró vitnisburð sinn til baka. Leikmaðurinn var lánaður til Getafe á Spáni á síðustu leiktíð og hefur nú verið seldur til Marseille. Mason Greenwood has completed a permanent transfer to Marseille.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) July 18, 2024
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Sjá meira