Eyðir 33 milljónum í skrokkinn á sér á hverju ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2024 16:15 Derrick Henry er enginn meðalmaður. Hann kveður nú Tennessee Titans eftir sjö ár. Getty/ Justin Ford NFL stórstjarnan Derrick Henry hefur hlaupið yfir mann og annan í deildinni undanfarin ár og verið einn besti hlaupari hennar. Hann er í rosalegu formi og passar líka einstaklega vel upp á líkama sinn. Samkvæmt samantekt hjá The Athletic þá er Henry ekki aðeins tilbúinn að leggja mikið á sig við æfingar heldur er hann einnig tilbúinn að eyða miklu í skrokkinn á sér á hverju ári. Blaðamenn Athletic komust að því að hann eyði 240 þúsund dollurunum í skrokkinn á sér á hverju ári sem er meira en 33 milljónir íslenskra króna. Henry er að sjálfsögðu með einkakokk en að auki er hann með infrarauða sánu og súrefnisklefa heima hjá sér. Hann fer líka í kuldameðferð, nuddmeðferð, sér styrktarþjálfun og tekur næringu í æð með vítamínum og næringarefnum. Allt gert til að halda sér í hámarksformi. Allt kostar þetta pening og Athletic uppreiknuðu þetta í um 33 milljónir íslenskra króna á ári. Henry hefur spilað með Tennessee Titans undanfarin sjö ár en samdi í sumar við Baltimore Ravens. Hjá Ravens fær hann sextán milljónir dollara fyrir næstu tvö tímabil eða 2,2 milljarða króna. Hann ætti því að hafa efni á öllum þessum meðferðum. Henry hefur alls spilað 119 leiki í NFL deildinni og í þeim hefur hann hlaupið 9502 jarda með boltann og skorað 90 snertimörk með því að hlaupa með boltann í gegnum vörn mótherjanna. Hann hefur reynt 2030 sinnum að hlaupa á vörnina og hefur aðeins glatað boltanum níu sinnum. Engar smá tölur fyrir þennan magnaða leikmann sem er þekktur fyrir að hlaupa yfir lið í sumum leikjum þegar hann kemst á flug. Það verður fróðlegt að sjá hann hjá Ravens en hann er auðvitað orðinn þrítugur sem þykir mikið fyrir hlaupara í NFL: View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) NFL Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Fleiri fréttir Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Sjá meira
Samkvæmt samantekt hjá The Athletic þá er Henry ekki aðeins tilbúinn að leggja mikið á sig við æfingar heldur er hann einnig tilbúinn að eyða miklu í skrokkinn á sér á hverju ári. Blaðamenn Athletic komust að því að hann eyði 240 þúsund dollurunum í skrokkinn á sér á hverju ári sem er meira en 33 milljónir íslenskra króna. Henry er að sjálfsögðu með einkakokk en að auki er hann með infrarauða sánu og súrefnisklefa heima hjá sér. Hann fer líka í kuldameðferð, nuddmeðferð, sér styrktarþjálfun og tekur næringu í æð með vítamínum og næringarefnum. Allt gert til að halda sér í hámarksformi. Allt kostar þetta pening og Athletic uppreiknuðu þetta í um 33 milljónir íslenskra króna á ári. Henry hefur spilað með Tennessee Titans undanfarin sjö ár en samdi í sumar við Baltimore Ravens. Hjá Ravens fær hann sextán milljónir dollara fyrir næstu tvö tímabil eða 2,2 milljarða króna. Hann ætti því að hafa efni á öllum þessum meðferðum. Henry hefur alls spilað 119 leiki í NFL deildinni og í þeim hefur hann hlaupið 9502 jarda með boltann og skorað 90 snertimörk með því að hlaupa með boltann í gegnum vörn mótherjanna. Hann hefur reynt 2030 sinnum að hlaupa á vörnina og hefur aðeins glatað boltanum níu sinnum. Engar smá tölur fyrir þennan magnaða leikmann sem er þekktur fyrir að hlaupa yfir lið í sumum leikjum þegar hann kemst á flug. Það verður fróðlegt að sjá hann hjá Ravens en hann er auðvitað orðinn þrítugur sem þykir mikið fyrir hlaupara í NFL: View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
NFL Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Fleiri fréttir Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Sjá meira