„Það var enginn sirkus“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júlí 2024 12:26 Arnar Grétarsson, þjálfari Vals. Vísir/Diego Það fór vel um Valsmenn í Albaníu eftir mikinn viðbúnað í aðdraganda leiksins við Vllaznia í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld. Þjálfari liðsins er ánægður með sigurinn. „Ég er hrikalega ánægður með frammistöðuna hjá strákunum. Mér fannst fyrsti hálftíminn af leiknum mjög góður. Við sköpum helling af færum og skorum þessi mörk. Það skóp sigurinn,“ segir Arnar í santali við Vísi um sigur gærkvöldsins. Valur vann leikinn með yfirburðum, 4-0, þar sem þeir slökktu algjörlega vonarneista liðsmanna Vllaznia snemma leiks. Fallegasta mark leiksins var án ef það fjórða þar sem Gylfi Þór Sigurðsson gaf glæsilega sendingu inn fyrir á Tryggva Hrafn Haraldsson sem afgreiddi boltann frábærlega í netið. Arnar hrósar Gylfa í hástert. „Maður sér að Gylfi lítur yfir öxlina áður en hann fær boltann. Þetta er stórkostleg sending, þetta getur hann gert þessi strákur. Hann er frábær í fótbolta. Hlaupið hjá Tryggva var frábær og afgreiðslan líka. Það kláraði leikinn endanlega,“ segir Arnar. Það hafi ekki verið sjálfgefið að klára leikinn svo vel, þrátt fyrir 3-0 stöðu í hálfleik. „Aðstæðurnar voru erfiðar, rosalegur hiti. Við vonuðumst til að það yrði smá gjóla sem var ekki. Þetta var heitasti dagurinn og fór í 39 gráður yfir daginn. Við spiluðum í 31 til 32 gráðum. Það er rosalega erfitt. Ég er mjög ánægður að halda hreinu og skora þessi mörk. Strákarnir eiga heiður skilinn,“ segir Arnar. Allt upp á tíu Eitthvað stress var í Valsmönnum fyrir ferðina út. Eftir mikinn hamagang á Hlíðarenda í síðustu viku var fundað stíft með lögreglu, UEFA og KSÍ. Arnar fagnar því hversu vel UEFA tók á málum. Öryggisgæsla í kringum Valsliðið var aukin og skipt um dómara á leiknum. „Það verður smá hasar þarna í lokin en leikmenn lentu ekki í þessu beint. Það eru stjórnarmenn og aðrir sem lenda í þessu. Við reyndum að útiloka þetta alveg frá byrjun, þetta var auðvitað ákveðið bíó,“ segir Arnar um leikinn í síðustu viku. Vel hafi verið staðið að öllu við komuna til Albaníu. „En móttökurnar hér voru mjög flottar af því það var náttúrulega tekið á þessu, föstum tökum. Það er ekki yfir neinu að kvarta hér, forráðamenn liðsins voru flottir og allt upp á tíu. Það var skipt um dómara á leiknum, og þeir voru flottir. Þetta skiptir allt máli,“ „Þetta var auðvitað smá intimidating að fara út, maður vissi ekki alveg út í hvað maður væri að fara. Við vorum spurðir mikið út í þetta á blaðamannafundi hér úti, Albanarnir gerðu lítið úr þessu þar og við tókum bara undir það,“ „Í raun og veru var allt upp á tíu hér, enginn sirkus og ekkert í gangi. Sem er bara mjög gott. Þetta var tæklað vel af forráðamönnum UEFA, það voru flottir eftirlitsmenn sem fóru yfir allt fyrir leikinn og allt tekið föstum tökum,“ segir Arnar. Valur mætir St. Mirren frá Skotlandi í næstu umferð. Fyrri leikur liðanna fer fram að Hlíðarenda næsta fimmtudag. Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Manchester City | Evrópu- eða Englandsmeistarar á útleið Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Ræddi við Arnór en ekki um peninga Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Sjáðu Bæjara bókstaflega tækla sig áfram og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Sjá meira
„Ég er hrikalega ánægður með frammistöðuna hjá strákunum. Mér fannst fyrsti hálftíminn af leiknum mjög góður. Við sköpum helling af færum og skorum þessi mörk. Það skóp sigurinn,“ segir Arnar í santali við Vísi um sigur gærkvöldsins. Valur vann leikinn með yfirburðum, 4-0, þar sem þeir slökktu algjörlega vonarneista liðsmanna Vllaznia snemma leiks. Fallegasta mark leiksins var án ef það fjórða þar sem Gylfi Þór Sigurðsson gaf glæsilega sendingu inn fyrir á Tryggva Hrafn Haraldsson sem afgreiddi boltann frábærlega í netið. Arnar hrósar Gylfa í hástert. „Maður sér að Gylfi lítur yfir öxlina áður en hann fær boltann. Þetta er stórkostleg sending, þetta getur hann gert þessi strákur. Hann er frábær í fótbolta. Hlaupið hjá Tryggva var frábær og afgreiðslan líka. Það kláraði leikinn endanlega,“ segir Arnar. Það hafi ekki verið sjálfgefið að klára leikinn svo vel, þrátt fyrir 3-0 stöðu í hálfleik. „Aðstæðurnar voru erfiðar, rosalegur hiti. Við vonuðumst til að það yrði smá gjóla sem var ekki. Þetta var heitasti dagurinn og fór í 39 gráður yfir daginn. Við spiluðum í 31 til 32 gráðum. Það er rosalega erfitt. Ég er mjög ánægður að halda hreinu og skora þessi mörk. Strákarnir eiga heiður skilinn,“ segir Arnar. Allt upp á tíu Eitthvað stress var í Valsmönnum fyrir ferðina út. Eftir mikinn hamagang á Hlíðarenda í síðustu viku var fundað stíft með lögreglu, UEFA og KSÍ. Arnar fagnar því hversu vel UEFA tók á málum. Öryggisgæsla í kringum Valsliðið var aukin og skipt um dómara á leiknum. „Það verður smá hasar þarna í lokin en leikmenn lentu ekki í þessu beint. Það eru stjórnarmenn og aðrir sem lenda í þessu. Við reyndum að útiloka þetta alveg frá byrjun, þetta var auðvitað ákveðið bíó,“ segir Arnar um leikinn í síðustu viku. Vel hafi verið staðið að öllu við komuna til Albaníu. „En móttökurnar hér voru mjög flottar af því það var náttúrulega tekið á þessu, föstum tökum. Það er ekki yfir neinu að kvarta hér, forráðamenn liðsins voru flottir og allt upp á tíu. Það var skipt um dómara á leiknum, og þeir voru flottir. Þetta skiptir allt máli,“ „Þetta var auðvitað smá intimidating að fara út, maður vissi ekki alveg út í hvað maður væri að fara. Við vorum spurðir mikið út í þetta á blaðamannafundi hér úti, Albanarnir gerðu lítið úr þessu þar og við tókum bara undir það,“ „Í raun og veru var allt upp á tíu hér, enginn sirkus og ekkert í gangi. Sem er bara mjög gott. Þetta var tæklað vel af forráðamönnum UEFA, það voru flottir eftirlitsmenn sem fóru yfir allt fyrir leikinn og allt tekið föstum tökum,“ segir Arnar. Valur mætir St. Mirren frá Skotlandi í næstu umferð. Fyrri leikur liðanna fer fram að Hlíðarenda næsta fimmtudag.
Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Manchester City | Evrópu- eða Englandsmeistarar á útleið Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Ræddi við Arnór en ekki um peninga Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Sjáðu Bæjara bókstaflega tækla sig áfram og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Sjá meira