Sótti innblástur til sonarins Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júlí 2024 19:32 Þorsteinn Halldórsson segir sigur karlalandsliðsins á Englandi hafa verkað sem hvatning. Vísir/Vilhelm Einbeitingarskortur Þjóðverja í aðdraganda leiks liðsins gegn Íslandi gaf stelpunum okkar byr undir báða vængi samkvæmt landsliðsþjálfurunum. Sigurmark sonar landsliðsþjálfarans verkaði sem innblástur. Stelpurnar okkar unnu einn fræknasta sigur íslensks liðs, hvort sem er landsliðs eða félags, þegar Þjóðverjar voru lagðir að velli 3-0 á Laugardalsvelli fyrir sléttri viku. Landsliðsþjálfararnir Þorsteinn Halldórsson og Ásmundur Haraldsson segja óreiðu í kringum þýska liðið í aðdragandanum hafa gefið íslensku stelpunum innspýtingu. „Það voru nokkur atriði á dögunum á undan, að það var búið að tilkynna Ólympíuhópinn þeirra, það var skrýtið. Allar fréttir á heimasíðunni þeirra voru um Ólympíuleikana og hverjar yrðu skyldar eftir heima,“ segir Ásmundur Haraldsson í samtali við Helenu Ólafsdóttur í Bestu upphituninni, sem birt var á Vísi fyrr í dag. „Ég held það hafi bara verið 15 leikmenn sem mættu okkur sem voru á leið á leikana. Þannig að hluti af hópnum þarna sem var ekki að fara. Það voru allskonar þættir sem spiluðu inn í,“ „Veðrið var greinilega eitthvað að trufla þær, völlur og veður og örugglega vextir og verðbólga,“ segir Ásmundur kíminn. Sonurinn og hinir strákarnir innblástur Leikur karlalandsliðsins við England örfáum vikum fyrr verkaði sem gott dæmi og hvatti kvennalandsliðið áfram fyrir leikinn við Þýskaland. Það vill svo til að sonur Þorsteins, Jón Dagur Þorsteinsson, skoraði sigurmarkið gegn Englandi sem verkaði sem innblástur fyrir föður hans. „Ég hugsaði það eftir að hafa séð Ísland-England, sem var síðasti leikur Englendingas fyrir EM, þá hugsaði maður að leikmennirnir og starfsliðið og allt í kring, var ekki með hugann við það að leikurinn skipti máli,“ „Ég hugsaði England-Ísland, við erum að fara að gera þetta sama og fara og vinna þetta. Ég held að það hafi styrkt okkur í trúnni, að við myndum vinna þetta,“ segir Þorsteinn. Hluta úr viðtalinu úr Sportpakka kvöldsins má sjá að ofan. Að neðan má sjá Bestu upphitunina í heild. Landslið kvenna í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Stelpurnar okkar unnu einn fræknasta sigur íslensks liðs, hvort sem er landsliðs eða félags, þegar Þjóðverjar voru lagðir að velli 3-0 á Laugardalsvelli fyrir sléttri viku. Landsliðsþjálfararnir Þorsteinn Halldórsson og Ásmundur Haraldsson segja óreiðu í kringum þýska liðið í aðdragandanum hafa gefið íslensku stelpunum innspýtingu. „Það voru nokkur atriði á dögunum á undan, að það var búið að tilkynna Ólympíuhópinn þeirra, það var skrýtið. Allar fréttir á heimasíðunni þeirra voru um Ólympíuleikana og hverjar yrðu skyldar eftir heima,“ segir Ásmundur Haraldsson í samtali við Helenu Ólafsdóttur í Bestu upphituninni, sem birt var á Vísi fyrr í dag. „Ég held það hafi bara verið 15 leikmenn sem mættu okkur sem voru á leið á leikana. Þannig að hluti af hópnum þarna sem var ekki að fara. Það voru allskonar þættir sem spiluðu inn í,“ „Veðrið var greinilega eitthvað að trufla þær, völlur og veður og örugglega vextir og verðbólga,“ segir Ásmundur kíminn. Sonurinn og hinir strákarnir innblástur Leikur karlalandsliðsins við England örfáum vikum fyrr verkaði sem gott dæmi og hvatti kvennalandsliðið áfram fyrir leikinn við Þýskaland. Það vill svo til að sonur Þorsteins, Jón Dagur Þorsteinsson, skoraði sigurmarkið gegn Englandi sem verkaði sem innblástur fyrir föður hans. „Ég hugsaði það eftir að hafa séð Ísland-England, sem var síðasti leikur Englendingas fyrir EM, þá hugsaði maður að leikmennirnir og starfsliðið og allt í kring, var ekki með hugann við það að leikurinn skipti máli,“ „Ég hugsaði England-Ísland, við erum að fara að gera þetta sama og fara og vinna þetta. Ég held að það hafi styrkt okkur í trúnni, að við myndum vinna þetta,“ segir Þorsteinn. Hluta úr viðtalinu úr Sportpakka kvöldsins má sjá að ofan. Að neðan má sjá Bestu upphitunina í heild.
Landslið kvenna í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira