Fótbolti

Nóel Atli byrjaði sinn fyrsta leik í efstu deild Dan­merkur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Nóel Atli spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild í kvöld.
Nóel Atli spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild í kvöld. Álaborg

Nótel Atli Arnórsson var í byrjunarliði Álaborgar þegar liðið sótti Nordsjælland heim í 1. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Nýliðar Álaborgar áttu aldrei möguleika og máttu þola 3-0 tap.

Hinn 17 ára gamli Nóel Atli kom nokkuð óvænt inn í lið Álaborgar seint á síðustu leiktíð og hjálpaði liðinu að tryggja sér sæti í efstu deild. Þegar liðið sótti gríðarlega öflugt lið Nordsjælland heim í kvöld þá fékk hann tækifæri í byrjunarliðinu sem vinstri bakvörður þrátt fyrir að vera miðvörður að upplagi.

Heimamenn voru hins vegar langt um sterkari aðilinn í leiknum og komust yfir strax á 8. mínútu þegar framherjinn öflugi Marcus Ingvartsen kom þeim yfir. Hægri bakvörðurinn Peter Ankersen, sem gekk í raðir Nordsjælland frá FC Kaupmannahöfn í sumar, bætti svo við öðru markinu á 19. mínútu og staðan 2-0 í hálfleik.

Nóel Atli var tekinn af velli á 66. mínútu leiksins en það var svo undir lok leiks sem Mads Hansen gerði út um dæmið fyrir Nordsjælland, lokatölur 3-0 og heimamenn byrja tímabilið af krafti á meðan Álaborg þarf heldur betur að spýta í lófana.


Tengdar fréttir

Elías Rafn varði víti og tryggði Mid­tjylland stig

Fyrsti leikur tímabilsins 2024-25 í dönsku úrvalsdeildinni fór fram í kvöld þegar AGF tók á móti FC Midtjylland í Árósum í kvöld. Tveir Íslendingar komu við sögu í leiknum og létu svo sannarlega til sín taka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×