Íslenski boltinn

Sjáðu glæsimörk Víkinga fyrir norðan og eina af vörslum sumarsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birta Guðlaugsdóttir varði frábærlega í leik Þórs/KA og Víkings.
Birta Guðlaugsdóttir varði frábærlega í leik Þórs/KA og Víkings. vísir/diego

Víkingur lyfti sér upp í 4. sæti Bestu deildar kvenna með sigri á Þór/KA, 0-2, á VÍS-vellinum á Akureyri í gær. Mörkin tvö voru lagleg og þá sýndi markvörður Víkinga glæsileg tilþrif.

Bergþóra Sól Ásmundsdóttir lék sinn fyrsta leik fyrir Víking í gær og hún kom liðinu yfir á 42. mínútu. Hún fékk þá sendingu frá fyrirliðanum Selmu Dögg Björgvinsdóttur og kláraði færið vel.

Skömmu áður bjargaði Birta Guðlaugsdóttir, markvörður Víkings, sínum konum frá því að lenda undir. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir átti þá skot að marki gestanna en Birta varði boltann glæsilega í slána.

Þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Linda Líf Boama annað mark Víkings eftir frábært einstaklingsframtak.

Klippa: Þór/KA 0-2 Víkingur

Mörkin og markvörslu Birtu má sjá hér fyrir ofan.

Þór/KA, sem hefur tapað þremur heimaleikjum í röð, er í 3. sæti deildarinnar, fimm stigum á undan Víkingi.


Tengdar fréttir

„Liðið frá­bært í dag allt frá fyrsta leik­manni til hins á­tjánda”

John Andrews, þjálfari Víkings, var mjög ánægður eftir 2-0 sigur gegn sterku liði Þór/KA norðan heiða í dag. Víkingur var betri aðilinn og átti sigurinn skilið. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir, nýjasti leikmaður liðsins, skoraði ásamt Lindu Líf Boama sem kláraði leikinn endanlega í blálokin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×