Fótbolti

Elfsborg upp í fjórða sætið eftir þriðja sigurinn í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andri Fannar Baldursson og félagar í Elfsborg eru aðeins fjórum stigum frá Evrópusæti.
Andri Fannar Baldursson og félagar í Elfsborg eru aðeins fjórum stigum frá Evrópusæti. getty/Michael P Ryan

Íslendingaliðið Elfsborg lyfti sér upp í 4. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með sigri á Mjällby, 3-1, í dag.

Þetta var þriðji sigur Elfsborg í röð en liðið er nú komið með 25 stig, fjórum stigum á eftir Mjällby sem er í 3. sætinu.

Andri Fannar Baldursson kom inn á sem varamaður hjá Elfsborg á 61. mínútu en Eggert Aron Guðmundsson sat allan tímann á varamannabekknum.

Kolbeinn Þórðarson lék allan leikinn á miðjunni hjá Gautaborg sem gerði 1-1 jafntefli við botnlið Västerås á heimavelli.

Abdelrahman Boudah tryggði Västerås stig þegar hann jafnaði er níu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Gautaborg er í 12. sæti deildarinnar með átján stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×