Þekkja engin dæmi um að lögheimilisskráning stöðvi fasteignasölu Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2024 10:51 Lög setja ábyrgði á einstaklinga að skrá lögheimili sitt rétt. Eigendur fasteigna þurfa að fara í gegnum ferli sem getur tekið fleiri vikur ef þeir vilja hnekkja skráningu sem þeir telja ekki eiga rétt á sér. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Hvorki formaður Félags fasteignasala né deildarstjóri hjá Þjóðskrá kannast við dæmi um að sala á fasteignum strandi á því að óviðkomandi einstaklingar séu skráðir með lögheimili í þeim. Eigendum fasteigna hefur verið auðveldað að tilkynna um tilefnislausar skráningar. Gagnrýni á að einstaklingar geti skráð lögheimili sitt í fasteignum án samþykkis eiganda hefur blossað upp ítrekað undanfarin ár. Fjöldi dæma er um að fólk sé skráð með lögheimili í fasteignum án vitundar eða vilja eigenda þeirra. Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala, segist hins vegar aldrei hafa heyrt dæmi um að lögheimilisskráningar óviðkomandi einstaklinga hafi stöðvað eða tafið sölu á fasteign eins og ónafngreindur hlustandi Bítisins á Bylgjunni hélt fram í gær. Sá lýsti því að fasteignasali hefði tjáð sér að hann gæti ekki gengið frá kaupsamningi fyrir hús sem hann hugðist selja fyrr en búið væri að afskrá tvo óviðkomandi einstaklinga sem voru skráðir með lögheimili í því. Margra mánaða bið hafi verið hjá Þjóðskrá til að fá skráningunni hnekkt. Aðrir fasteignasalar hafi ekki verið á einu máli um hvort skráning fólksins ætti að hafa nokkur áhrif á söluna. Í samtali við Vísi segist Monika ekki átta sig á hvernig lögheimilisskráning ótengdra einstaklinga hefði áhrif á sölu fasteignar. Hún tók þá fram að hún þekkti ekki til efnisatriða málsins sem var lýst í Bítinu. Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala.Vísir/Sigurjón Heyrt af ónæði en ekki hindrunum Soffía Svanhildar- Felixdóttir, deildarstjóri þjónustu og skráningar hjá Þjóðskrá, sagði stofnunina hafa heyrt af ónæði fyrir fasteignaeigendur af völdum óviðkomandi eintaklinga sem skrá sem með lögheimili í eign þeirra en aldrei af því að það hefði áhrif á viðskipti með fasteignir. „Fyrir þinglýsta eigendur höfum við ekki heyrt af svona vandamálum. Þetta hefur verið ónæði, við höfum alveg heyrt af svoleiðis dæmum, en við höfum ekki heyrt af svona vandamálum eins og þið voruð að tala um í þættinum í gær. Við vorum að heyra það í fyrsta skipti,“ sagði Soffía í Bítinu í morgun. Þinglýstum eigendum hafi verið gert auðveldara fyrir að tilkynna lögheimilisskráningar í eignum þeirra sem þeir telja ekki eiga rétt á sér. Nú geti þeir nálgast einfalt form á vefsíðu Þjóðskrár þar sem þeir fá lista yfir þá sem eru skráðir til heimilis í eigninni og afskráð þá sem þeir kannast ekki við. Lögum um lögheimili og aðsetur var breytt árið 2019 þannig að eigendur fá nú tilkynningu um lögheimilisskráningar í eign þeirra. Eigendur þurfa engu að síður að tilkynna það til Þjóðskrár ef þeir vilja fá einstaklinga afskráða. Ferlið getur tekið fleiri vikur þar sem sá sem skráir lögheimilið fær tækifæri til þess að sýna fram að á hann sé réttilega skráður til heimilis í eigninni. Soffía segir að ef fólk getur ekki sýnt fram á búsetu þar sem það er skráð til heimilis sé það afskráð. Fasteignamarkaður Stjórnsýsla Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Gagnrýni á að einstaklingar geti skráð lögheimili sitt í fasteignum án samþykkis eiganda hefur blossað upp ítrekað undanfarin ár. Fjöldi dæma er um að fólk sé skráð með lögheimili í fasteignum án vitundar eða vilja eigenda þeirra. Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala, segist hins vegar aldrei hafa heyrt dæmi um að lögheimilisskráningar óviðkomandi einstaklinga hafi stöðvað eða tafið sölu á fasteign eins og ónafngreindur hlustandi Bítisins á Bylgjunni hélt fram í gær. Sá lýsti því að fasteignasali hefði tjáð sér að hann gæti ekki gengið frá kaupsamningi fyrir hús sem hann hugðist selja fyrr en búið væri að afskrá tvo óviðkomandi einstaklinga sem voru skráðir með lögheimili í því. Margra mánaða bið hafi verið hjá Þjóðskrá til að fá skráningunni hnekkt. Aðrir fasteignasalar hafi ekki verið á einu máli um hvort skráning fólksins ætti að hafa nokkur áhrif á söluna. Í samtali við Vísi segist Monika ekki átta sig á hvernig lögheimilisskráning ótengdra einstaklinga hefði áhrif á sölu fasteignar. Hún tók þá fram að hún þekkti ekki til efnisatriða málsins sem var lýst í Bítinu. Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala.Vísir/Sigurjón Heyrt af ónæði en ekki hindrunum Soffía Svanhildar- Felixdóttir, deildarstjóri þjónustu og skráningar hjá Þjóðskrá, sagði stofnunina hafa heyrt af ónæði fyrir fasteignaeigendur af völdum óviðkomandi eintaklinga sem skrá sem með lögheimili í eign þeirra en aldrei af því að það hefði áhrif á viðskipti með fasteignir. „Fyrir þinglýsta eigendur höfum við ekki heyrt af svona vandamálum. Þetta hefur verið ónæði, við höfum alveg heyrt af svoleiðis dæmum, en við höfum ekki heyrt af svona vandamálum eins og þið voruð að tala um í þættinum í gær. Við vorum að heyra það í fyrsta skipti,“ sagði Soffía í Bítinu í morgun. Þinglýstum eigendum hafi verið gert auðveldara fyrir að tilkynna lögheimilisskráningar í eignum þeirra sem þeir telja ekki eiga rétt á sér. Nú geti þeir nálgast einfalt form á vefsíðu Þjóðskrár þar sem þeir fá lista yfir þá sem eru skráðir til heimilis í eigninni og afskráð þá sem þeir kannast ekki við. Lögum um lögheimili og aðsetur var breytt árið 2019 þannig að eigendur fá nú tilkynningu um lögheimilisskráningar í eign þeirra. Eigendur þurfa engu að síður að tilkynna það til Þjóðskrár ef þeir vilja fá einstaklinga afskráða. Ferlið getur tekið fleiri vikur þar sem sá sem skráir lögheimilið fær tækifæri til þess að sýna fram að á hann sé réttilega skráður til heimilis í eigninni. Soffía segir að ef fólk getur ekki sýnt fram á búsetu þar sem það er skráð til heimilis sé það afskráð.
Fasteignamarkaður Stjórnsýsla Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira