Enski boltinn

Aston Villa eyðir mest af öllum fé­lögum í Evrópu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ross Barkley er einn af nýju leikmönnum Aston Villa.
Ross Barkley er einn af nýju leikmönnum Aston Villa. Getty/Christian Hofer

Sumarið á leikmannamarkaðnum í evrópska fótboltanum hefur verið með rólegra móti en það er eitt félag sem hefur verið afar duglegt að spreða peningum.

Þegar leikmannakaup liðanna í evrópska fótboltanum eru skoðuð og lögð saman kemur í ljós að það er enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa sem er eitt á toppnum.

Knattspyrnustjórinn Unai Emery hefur nefnilega fengið nóg af peningum til að styrkja liðið í sumar en fram undan er þátttaka í Meistaradeildinni.

Aston Villa endaði í fjórða sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð sem var besti árangur liðsins í 28 ár. Liðið tekur því þátt í Meistaradeildinni í fyrsta sinn síðan hún var stofnuð en var síðast í Evrópukeppni meistaraliða 1982 til 1983. Villa vann Evrópukeppni meistaraliða vorið 1982.

Aston Villa hefur alls keypt leikmenn fyrir 176 milljónir evra í sumar samkvæmt Transfermarket eða fyrir um 26,4 milljarða íslenskra króna. Liðið keypti Ian Maatsen frá Chelsea, Amadou Onana og Lewis Dobbin frá Everton, Samuel Iling-Junior og Enzo Barrenechea frá Juventus, Jaden Philogene frá Hull City og Ross Barkley frá Luton Town.

Næst á eftir kemur Bayern München og svo franska félagið Lille. Manchester United er síðan í fjórða sæti og síðasta liðið sem hefur keypt leikmenn fyrir meira en hundrað evrur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×