„Erum andandi ofan í hálsmálið á þeim“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2024 12:30 Fanndis Friðriksdóttir Vísir/Anton Brink „Það er alltaf gaman að fara út á land og spila. Það leggst vel í okkur. Vonandi komum við heim með þrjú stig,“ segir Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Vals. Valskonur eru á leið á Sauðárkrók þar sem þær mæta Tindastóli í Bestu deild kvenna í kvöld. Valur marði síðasta leik gegn Keflavík á laugardag, 2-1. Sjálfsmark gestanna í uppbótartíma tryggði Valskonum sigurinn. Valur lá hressilega á Keflavíkurliðinu frá upphafi til enda og Fanndís býst við keimlíkum leik á Króknum í kvöld. „Við þurfum að vera vel vakandi til baka, þær geta refsað með einni skyndisókn, eins og við lentum í í síðasta leik. Við áttum náttúrulega að vera löngu búnar að skora á móti Keflavík, en það er eins og það er. Ég býst við svipuðum leik. Þær vilja líklega verja markið sitt og þétta raðirnar. Við þurfum að finna leiðir í gegnum það,“ segir Fanndís. Valur var með xG upp á tæplega fimm í leik helgarinnar og ótrúlegustu færi sem fóru forgörðum. Fanndís segir aðeins færanýtinguna aðeins hafa verið rædda í gær og að Valskonur ætli að gera betur í þeim efnum í kvöld. „Við fórum aðeins yfir það í gær, hvernig við ætlum að nýta betur færin okkar. Við þurfum að sýna það á eftir, að það hafi gengið vel,“ segir Fanndís. Valur fer á toppinn með sigri í kvöld en liðið er jafnt Breiðabliki að stigum á toppi deildarinnar. Breiðablik er ofar á markatölu en Kópavogskonur eiga ekki leik fyrr en á föstudag. „Við erum andandi ofan í hálsmálið á þeim. Þær eru með betri markatölu en við. Það er vont að misstíga sig í þessari baráttu. En næsti leikur á eftir þessum er Valur – Breiðablik, þannig að við viljum vera með jafnmörg stig, ef ekki fleiri, fyrir þann leik,“ segir Fanndís. Leikur Tindastóls og Vals hefst klukkan 18:00 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Á sama tíma eigast FH og Stjarnan við í beinni á Stöð 2 Sport 5 og Keflavík tekur á móti Þór/KA, einnig klukkan 18:00, á Stöð 2 Besta deildin. Besta deild kvenna Valur Tindastóll Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Valur marði síðasta leik gegn Keflavík á laugardag, 2-1. Sjálfsmark gestanna í uppbótartíma tryggði Valskonum sigurinn. Valur lá hressilega á Keflavíkurliðinu frá upphafi til enda og Fanndís býst við keimlíkum leik á Króknum í kvöld. „Við þurfum að vera vel vakandi til baka, þær geta refsað með einni skyndisókn, eins og við lentum í í síðasta leik. Við áttum náttúrulega að vera löngu búnar að skora á móti Keflavík, en það er eins og það er. Ég býst við svipuðum leik. Þær vilja líklega verja markið sitt og þétta raðirnar. Við þurfum að finna leiðir í gegnum það,“ segir Fanndís. Valur var með xG upp á tæplega fimm í leik helgarinnar og ótrúlegustu færi sem fóru forgörðum. Fanndís segir aðeins færanýtinguna aðeins hafa verið rædda í gær og að Valskonur ætli að gera betur í þeim efnum í kvöld. „Við fórum aðeins yfir það í gær, hvernig við ætlum að nýta betur færin okkar. Við þurfum að sýna það á eftir, að það hafi gengið vel,“ segir Fanndís. Valur fer á toppinn með sigri í kvöld en liðið er jafnt Breiðabliki að stigum á toppi deildarinnar. Breiðablik er ofar á markatölu en Kópavogskonur eiga ekki leik fyrr en á föstudag. „Við erum andandi ofan í hálsmálið á þeim. Þær eru með betri markatölu en við. Það er vont að misstíga sig í þessari baráttu. En næsti leikur á eftir þessum er Valur – Breiðablik, þannig að við viljum vera með jafnmörg stig, ef ekki fleiri, fyrir þann leik,“ segir Fanndís. Leikur Tindastóls og Vals hefst klukkan 18:00 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Á sama tíma eigast FH og Stjarnan við í beinni á Stöð 2 Sport 5 og Keflavík tekur á móti Þór/KA, einnig klukkan 18:00, á Stöð 2 Besta deildin.
Besta deild kvenna Valur Tindastóll Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira