Áhyggjur af gasmengun vegna jökulhlaups Eiður Þór Árnason skrifar 27. júlí 2024 12:28 Jökulhlaup er hafið í Skálm. vísir/vilhelm Útlit er fyrir að jökulhlaup sé hafið við Mýrdalsjökul og er fólki er ráðlagt frá því að vera á ferli nærri upptökum Múlakvíslar og við Kötlujökul. Mestar áhyggjur eru af gasmengun. Hringvegur um Mýrdalssand er lokaður til austurs vegna vatns sem flæðir yfir hann úr ánni Skálm. „Við sjáum núna að rafleiðni er byrjuð að aukast til muna og vatnshæð líka í Skálm þannig líklega er þetta að skila sér í austurátt frá Kötlujökli og það virðist vera að hefjast jökulhlaup núna,” sagði Einar Hjörleifsson, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu á öðrum tímanum. Vatnið sé að koma út við Skálm, austan við Mýrdalsjökul og líkur séu taldar á því að meginflaumur vatnsins komi úr Kötlujökli. Mest hætta við Kötlujökul og Emstrur Einar segir það árlegan viðburð að katlar tæmi sig við Mýrdalsjökul en atburðirnir valdi sjaldan stóru jökulhlaupi. „Síðast var stóratburður í Skálm 2011 sem varði í nokkrar klukkustundir. Mesta hættan sem stafar af þessu er nærri jökulsporðunum þar sem jökulvatnið geisar út.“ Þar fylgi mikil gasmengun og geti verið hættulegt fyrir fólk að vera í lægðum í landslaginu nálægt jökulsporðunum þar sem gasið safnast saman. Veðurstofan hefur verið í samskiptum við almannavarnir sem hefur unnið með lögreglu og ferðaþjónustuaðilum á svæðinu við að upplýsa fólk um stöðuna. Mestar áhyggjur eru af ferðafólki við Kötlujökul í austanverðum Mýrdalsjökli og Emstrur. Sáu fyrst merki í gærkvöldi „Í gærkvöldi sáum við að það jókst aðeins órói á nokkrum stöðum umhverfis Mýrdalsjökul og svo tókum við eftir því í nótt og undir morgun að mæld rafleiðni hækkaði mikið í Skálm sem er austan Mýrdalsjökuls sem gaf til kynna að meira jarðhitavatn væri að renna í Skálm. Svo sáum við í morgun klukkan átta að órói fór að aukast aftur mikið í kringum stöðvarnar í kringum Mýrdalsjökul sem bendir til að þar séu katlar búnir að tæma sig,“ segir Einar. Fréttin var uppfærð klukkan 13:30 með upplýsingum um að jökulhlaup virtist vera hafið. Eldgos og jarðhræringar Jöklar á Íslandi Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
„Við sjáum núna að rafleiðni er byrjuð að aukast til muna og vatnshæð líka í Skálm þannig líklega er þetta að skila sér í austurátt frá Kötlujökli og það virðist vera að hefjast jökulhlaup núna,” sagði Einar Hjörleifsson, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu á öðrum tímanum. Vatnið sé að koma út við Skálm, austan við Mýrdalsjökul og líkur séu taldar á því að meginflaumur vatnsins komi úr Kötlujökli. Mest hætta við Kötlujökul og Emstrur Einar segir það árlegan viðburð að katlar tæmi sig við Mýrdalsjökul en atburðirnir valdi sjaldan stóru jökulhlaupi. „Síðast var stóratburður í Skálm 2011 sem varði í nokkrar klukkustundir. Mesta hættan sem stafar af þessu er nærri jökulsporðunum þar sem jökulvatnið geisar út.“ Þar fylgi mikil gasmengun og geti verið hættulegt fyrir fólk að vera í lægðum í landslaginu nálægt jökulsporðunum þar sem gasið safnast saman. Veðurstofan hefur verið í samskiptum við almannavarnir sem hefur unnið með lögreglu og ferðaþjónustuaðilum á svæðinu við að upplýsa fólk um stöðuna. Mestar áhyggjur eru af ferðafólki við Kötlujökul í austanverðum Mýrdalsjökli og Emstrur. Sáu fyrst merki í gærkvöldi „Í gærkvöldi sáum við að það jókst aðeins órói á nokkrum stöðum umhverfis Mýrdalsjökul og svo tókum við eftir því í nótt og undir morgun að mæld rafleiðni hækkaði mikið í Skálm sem er austan Mýrdalsjökuls sem gaf til kynna að meira jarðhitavatn væri að renna í Skálm. Svo sáum við í morgun klukkan átta að órói fór að aukast aftur mikið í kringum stöðvarnar í kringum Mýrdalsjökul sem bendir til að þar séu katlar búnir að tæma sig,“ segir Einar. Fréttin var uppfærð klukkan 13:30 með upplýsingum um að jökulhlaup virtist vera hafið.
Eldgos og jarðhræringar Jöklar á Íslandi Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira