Hinn 22 ára Calafiori var ein af stjörnum Evrópumótsins sem fram fór í Þýskalandi í sumar. Hann lék með Bologna á síðustu leiktíð en þar áður með Basel í Sviss og Roma. Hann getur bæði leyst stöðu mið- og bakvarðar. Samningur hans gildir til ársins 2029.
Benvenuto, Riccardo Calafiori 🇮🇹
— Arsenal (@Arsenal) July 29, 2024
Meeting new teammates for the very first time ❤️ pic.twitter.com/JbUhqOBCMN
„Riccardo passar inn í það sem við viljum gera hjá Arsenal og mun vaxa í hlutverki sínu sem leikmaður félagsins. Hann var einn besti leikmaður Serie A á Ítalíu á liðnu tímabili og stóð sig vel á EM,“ sagði Edu, yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal, eftir að varnarmaðurinn hafði skrifað undir hjá félaginu.