Handbolti

Þórir fékk gleði­fréttir í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórir Hergeirsson stýrir hér norsku stelpunum á hliðarlínunni. Í dag getur hann í fyrsta sinn stillt upp sínu besta liði á þessum Ólympíuleikum.
Þórir Hergeirsson stýrir hér norsku stelpunum á hliðarlínunni. Í dag getur hann í fyrsta sinn stillt upp sínu besta liði á þessum Ólympíuleikum. Getty/Christian Petersen

Þórir Hergeirsson er búinn að endurheimta bestu handboltakonu heims því Henny Reistad er nú leikfær á ný.

Reistad, sem hefur verið kosin besti leikmaðurinn á síðustu tveimur stórmótum, missti af fyrstu tveimur leikjum norska handboltalandsliðsins vegna ökklameiðsla.

Þórir, sem þjálfari norsku stelpurnar, var vongóður um að Reistad kæmi inn fyri leikinn á móti Suður-Kóreu í dag og nú er það staðfest að hún verður í leikmannahópnum. Thale Rushfeldt Deila missir á móti sæti sitt í liðinu. NRK segir frá.

Henny Reistad var næstmarkahæst á síðasta heimsmeistaramóti með 52 mörk og 74 prósent skotnýtingu. Hún var valin mikilvægasti leikmaður mótsins en þær norsku töpuðu úrslitaleiknum á móti Frökkum.

Leikur Noregs og Suður-Kóreu hefst klukkan níu að íslenskum tíma.

Norsku stelpurnar töpuðu á móti Svíum í fyrsta leik (28-32) en svöruðu því með stórsigri á Dönum í leik tvö (27-18).

Þær kóresku unnu Þýskaland með einu marki í fyrsta leik en töpuðu síðan með sjö mörkum á móti Slóveníu.

Svíþjóð er eina liðið í riðli Noregs sem hefur unnið tvo fyrstu leiki sína en Noregur, Slóvenía, Danmörk og Suður-Kórea eru öll með einn sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×