Guðni minntist að fyrra bragði á bílakaup Höllu Tómasdóttur verðandi forseta í viðtali hans við fréttamann í dag, eftir að hafa svarað spurningu tengdri öðru umdeildu máli, ákvörðun hans um að mæta á fjáröflunarviðburð fyrir Palestínumenn í stað þess að horfa á Eurovision.
„Fleiri umdeild mál, bílakaup Höllu. Ætlaðirðu að spyrja að því næst kannski?“ spyr Guðni glettinn.
„Ég veit að hún ætlaði aldrei að láta þessa mynd birtast. Og ég veit líka að maður fer varla út úr húsi án þess að vera beðinn um mynd af einhverju tagi. Og þá segir maður: Þú mátt ekki nota hana, rétt eins og Halla gerði.“
Þá þyki honum óforskammað af bílaumboðinu, Brimborg, að halda áfram að nota söguna. „Mér finnst það óskammfeilni. Myndir þú kaupa bíl af svona fólki?“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.