Sport

Hlustaðu á Snoop Dogg lýsa rúbbí á Ólympíu­leikunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Snoop Dogg með Ólympíueldinn.
Snoop Dogg með Ólympíueldinn. getty/Marcus Brandt

Bandaríska tónlistarmanninum Snoop Dogg er ýmislegt meira til lista lagt en að rappa. Hann er matreiðslumaður, leikari og íþróttafréttamaður.

NBC sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum réði Snoop Dogg nefnilega til að lýsa viðburðum á Ólympíuleikunum í París.

Snoop Dogg greindi meðal annars frá því sem gerðist í úrslitaleiknum í rúbbí í karlaflokki. Þar mættust heimalið Frakklands og Fídjí.

Óhætt er að segja að Snoop Dogg hafi lýst því sem fyrir augu bar með óhefðbundnum en afar skemmtilegum hætti. Hann rappaði meðal annars eins og heyra má hér fyrir neðan.

Frakkar unnu úrslitaleikinn í rúbbí, 28-7, og hrifsuðu þar með Ólympíutitilinn af Fídjíum sem unnu 2016 og 2020.

Auk þess að lýsa leikjum á Ólympíuleikunum hljóp Snoop Dogg með sjálfan Ólympíueldinn á setningarhátíð þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×