Sannfærð um byrlun sem dregur enn dilk á eftir sér Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 3. ágúst 2024 09:01 Makkalitta telur mikilvægt að halda umræðunni um byrlanir stöðugt á lofti. Samsett Fjögurra barna móðir á Egilsstöðum er enn að jafna sig bæði líkamlega og andlega á erfiðri lífsreynslu á skemmtun fyrir sex árum. Hún er þakklát að hafa verið í fylgd eiginmanns síns þegar hún hneig niður. Hún er sannfærð um að henni hafi verið byrlað ólyfjan og hvetur fólk til að hafa auga með konum sem virka ölvaðar en gætu verið í hættu. „Áður en ég lenti í þessu hafði ég auðvitað heyrt margar hryllilegar sögur og maður var að sjálfsögðu meðvitaður um þetta. En mig grunaði aldrei að þetta gæti komið fyrir mig, fertuga gamla fjögurra barna móður. En augljóslega getur þetta komið fyrir hvern sem er. Og þetta breytti að mörgu leyti hvernig ég sé heiminn í kringum mig.“ Þetta segir Makkalitta Joensen. Á dögunum birti Makkalitta myndskeið í „story“ á Instagram þar sem hún rifjaði upp óhugnanlega reynslu sem hún varð fyrir á tónlistarhátíðinni Eistnaflugi árið 2018. Henni var að eigin sögn byrlað ólyfjan, og þar sem hún er með undirliggjandi hjartasjúkdóm var hún gífurlega hætt komin. Hún endaði nóttina á sjúkrahúsi og hefur síðan þá glímt við afleiðingarnar sem reyndust bæði andlegar og líkamlegar. „Ég fór að hugsa með mér að það þyrfti að vekja athygli á þessu, af því að það er jú sumar og mikið af allskyns útihátíðum í gangi; fólk er að fara meira út og skemmta sér. Mig langaði að vekja aðra til umhugsunar. Þetta er svo mikilvægt. Byrlanir og afleiðingar þeirra, þetta þarf að vera stöðugt í umræðunni,“ segir Makkalitta í samtali við Vísi. Kvöldið byrjaði vel Makkalitta ber heldur óvenjulegt nafn, en hún er fædd á Grænlandi og á grænlenska móður og færeyskan föður. Fjölskyldan flutti búferlum til Eskifjarðar þegar Makkalita var kornung og var hún þá skráð sem Margrét Sigurðardóttir í þjóðskrá - þar til fyrir einu og hálfu ári. Í dag ber hún grænlenska skírnarnafnið með stolti. Makkalitta opnaði sig um reynslu sína á Instagram í von um að vekja fólk til umhugsunar.Aðsend Hún er fjögurra barna móðir og eiginkona; menntuð sem þroskaþjálfi og starfar á sambýli á Egilsstöðum þar sem hún hefur fest rætur ásamt manni sínum, Guðjóni Ármannssyni. Um miðjan júlímánuð 2018 skelltu þau hjónin sér á tónlistarhátíðina Eistnaflug á Neskaupsstað. Með í för var bróðir Makkalittu og nokkrir góðir vinir. Það var mikið um dýrðir og þau skemmtu sér vel. Makkalitta rifjar upp að á laugardagskvöldinu, þann 14. júlí, hafi þau farið á tónleika með hljómsveitinni Týr. Hún hafði drukkið einn bjór rétt eftir hádegi, annan bjór seinnipartinn og var á þessum tímapunkti að drekka þann þriðja, þar sem hún stóð í þvögunni. Hún hafi því augljóslega ekki verið ofurölvi. „Þetta var um eittleytið um nóttina. Ég var ekki með bjórinn í glasi, heldur hélt ég á dós,“ segir hún. „Einhvern veginn hefur einverjum tekist að troða pillu eða einhverju efni ofan í dósina. Það seinasta sem ég man eftir er að ég var að labba frá íþróttahúsinu, þar sem tónleikarnir voru haldnir. Ég man ekkert eftir hvað tók við eftir það. Nákvæmlega ekki neitt.“ Samkvæmt Guðjóni, eiginmanni Makkalittu, hneig hún niður í bíl skömmu síðar, þegar þau voru á leiðinni að skutla vinafólki heim til sín. „Hann segir reyndar að hann hafi séð það fyrr, þarna í íþróttahúsinu,að ég var eitthvað skrítin og var ekki eins og ég átti að mér að vera. En hann keyrir beint með mig upp á sjúkrahús og ber mig þangað inn í fanginu, eins og ungabarn. Hann var auðvitað dauðhræddur sjálfur. Þar inni tóku á móti okkur herlið af læknum.“ Að sögn Makkalittu voru fyrstu viðbrögð lækna og hjúkrunarfólks að spyrja: „Hvað tók hún inn?“ Starfsfólkið hafi ósjálfrátt dregið þá ályktun að hún hafi sjálfviljug neytt einhverskonar fíkniefna. Hún segir það umhugsunarvert. „Ég veit ekki hvort það hafi haft eitthvað með það að gera að ég er með áberandi tattú, eða að við vorum þarna stödd á þungarokkshátíð. En ég er fjögurra barna móðir og ég hef aldrei á ævinni neytt fíkniefna eða verið í einhverju rugli.“ Frá Neskaupsstað.Vísir/Gunnar Reynir Ekkert mældist Makkalitta greindist með hjartasjúkdóm fyrir sextán árum en einkennin lýsa sér meðal annars í hjartsláttartruflunum og hröðum hvíldarpúls. Hún hefur síðan þá þurft að hlúa vel að sér og hún tekur inn hjartalyf tvisvar á dag. „Þegar Guðjón nefndi það síðan við læknanna að ég væri með undirliggjandi hjartasjúkdóm þá fór ákveðið „panikk“ástand í gang. Ég var strax tengd við hjartalínurit og blóðþrýstingsmæli og svo fóru í gang allskyns blóðprufur og rannsóknir. Blóðþrýstingurinn minn var víst 50 á móti 70 og púlsinn hrundi algjörlega niður. Þetta hefði getað endað hrikalega illa,“ segir Makkalitta en hún dvaldi í rúmlega hálfan sólarhring á sjúkrahúsinu. „Svo vaknaði ég upp, tengd við allskyns snúrur og leiðslur og hafði ekki hugmynd um hvað hafði gerst. Ég hélt fyrst að ég hefði fengið hjartaáfall en Guðjón útskýrði síðan allt fyrir mér; að ég hefði hrunið niður þarna í bílnum.“ Að sögn Makkalittu var haft samband við lögreglu í kjölfarið og rannsókn fór í gang. Það var gerð bæði blóð-og þvagrannsókn. „Það var sem sagt reynt að greina, eða skima, fyrir efninu sem var sett í drykkinn hjá mér en það mældist ekkert. Læknarnir og lögreglan sögðu mér að það væru óteljandi efni í umferð þarna úti sem væri verið að byrla, og að það væri ekki skimað nema fyrir einhverjum fimm eða tíu af þeim, það er að segja þessum algengustu efnum.“ Langt bataferli Næstu dagar, vikur og mánuðir voru erfiðir fyrir Makkalittu. „Ég var alveg hrikalega máttlaus og slöpp í marga daga á eftir. En það sem stóð helst upp úr þarna alveg í byrjun var sjálfsásökunin. Ég skammaðist mín svo hrikalega mikið. Mér fannst þetta allt saman vera mér að kenna. Hvað var ég eiginlega að þvælast á einhverri útihátíð? Af hverju var ég ekki bara heima með börnunum? Af hverju passaði ég mig ekki betur? Af hverju passaði ég ekki drykkinn minn betur? En með tímanum tókst mér samt að hrista af mér þessa hugsun, enda er hún algjörlega fáránleg. Auðvitað á ég rétt á að skemmta mér eins og hver annar.“ Hún bætir við að á undanförnum árum hafi henni gengið vel að vinna úr reynslunni, ekki síst með aðstoð sálfræðings sem hafi hjálpað henni að takast á við þessar hugsanaskekkjur. Makkalitta segir það hafa hjálpað sér mikið að deila reynslu sinni með öðrum.Aðsend Hún gerir sér grein fyrir því að hún slapp vægast sagt vel frá þessari lífsreynslu. „Ég var náttúrlega svo heppin að maðurinn minn var með mér þetta kvöld, og hann vék aldrei frá mér, ekki í eina sekúndu. Ég veit ekki hvernig þetta hefði endað ef ég hefði verið alein. Og ég er rosalega þakklát fyrir það. En þetta hefur samt haft þau áhrif að manni finnst maður eiginlega hvergi vera óhultur. Og maður á erfitt með að treysta. Ég er miklu varkárari á allt í kringum mig. Í dag er þetta þannig að ef ég fer út að skemmta mér, sem gerist nú ekki oft, þá læt ég aldrei bjóða mér í glas. Ég er alltaf með glasið í fanginu.“ Hún segir það líka hafa hjálpað gífurlega mikið að skila skömminni til baka, meðal annars með því að tjá sig um reynsluna á samfélagsmiðlum. Þar hefur hún fengið mikil viðbrögð og hún segir þónokkra hafa sett sig í samband við hana og deilt svipaðri reynslu. Nokkru eftir atvikið hafði önnur kona, tveggja barna móðir, samband við Makkalittu. Sú kona hafði einnig verið stödd á Eistnaflugi í júlí 2018 og kvaðst hafa orðið fyrir byrlun á föstudagskvöldinu. Hún var ekki eins heppin og Makkalitta. „Hún vaknaði upp morguninn eftir, í ókunnugu húsi og mundi ekkert.“ Mikilvægt að vera meðvitaður „Ég fór seinast út að skemmta mér fyrir tæpum tveimur mánuðum og sá þá konu sem var ofurölvi og var þarna með nokkrum karlmönnum. Ég gat ekki annað en hugsað um hvort hún væri örugg með þeim. Lögreglan sagði mér á sínum tíma að það væri einhverskonar „trend“ að setja efni ofan í glös hjá fólki og fylgjast svo með viðkomandi lyppast niður. Hversu sjúkt er það?“spyr Makkalitta jafnframt. „Ef maður sér konu sem stendur ekki í lappirnar og er innan um hóp af körlum, þá ætti maður hiklaust að athuga hvort hún sé ekki örugg, hvort hún þekki þá ekki örugglega. En ég tek það líka fram að þetta gildir auðvitað ekki bara um konur, líka karla, kvár, bara alla. Eins með það, af því að nú er ég til dæmis með þennan hjartasjúkdóm og í mínu tilfelli var þetta stórhættulegt. Þú veist aldrei hvort viðkomandi manneskja er með eitthvað undirliggjandi, eitthvað sem getur hreinlega drepið hana ef henni er byrlað.“ Makkalitta tekur fram að hún vilji síst af öllu skapa einverskonar „paranoju“og hindra fólk í að skemmta sér og hafa gaman. „Auðvitað eigum við að lifa lífinu og njóta. En ég vil endilega brýna fyrir fólki að vera meðvitað um þetta. Ég er alltaf að hvetja alla að fylgjast með umhverfinu og fólkinu í kringum sig. Mér finnst svo mikillvægt að við pössum upp á hvert annað.“ Kynferðisofbeldi MeToo Næturlíf Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Áður en ég lenti í þessu hafði ég auðvitað heyrt margar hryllilegar sögur og maður var að sjálfsögðu meðvitaður um þetta. En mig grunaði aldrei að þetta gæti komið fyrir mig, fertuga gamla fjögurra barna móður. En augljóslega getur þetta komið fyrir hvern sem er. Og þetta breytti að mörgu leyti hvernig ég sé heiminn í kringum mig.“ Þetta segir Makkalitta Joensen. Á dögunum birti Makkalitta myndskeið í „story“ á Instagram þar sem hún rifjaði upp óhugnanlega reynslu sem hún varð fyrir á tónlistarhátíðinni Eistnaflugi árið 2018. Henni var að eigin sögn byrlað ólyfjan, og þar sem hún er með undirliggjandi hjartasjúkdóm var hún gífurlega hætt komin. Hún endaði nóttina á sjúkrahúsi og hefur síðan þá glímt við afleiðingarnar sem reyndust bæði andlegar og líkamlegar. „Ég fór að hugsa með mér að það þyrfti að vekja athygli á þessu, af því að það er jú sumar og mikið af allskyns útihátíðum í gangi; fólk er að fara meira út og skemmta sér. Mig langaði að vekja aðra til umhugsunar. Þetta er svo mikilvægt. Byrlanir og afleiðingar þeirra, þetta þarf að vera stöðugt í umræðunni,“ segir Makkalitta í samtali við Vísi. Kvöldið byrjaði vel Makkalitta ber heldur óvenjulegt nafn, en hún er fædd á Grænlandi og á grænlenska móður og færeyskan föður. Fjölskyldan flutti búferlum til Eskifjarðar þegar Makkalita var kornung og var hún þá skráð sem Margrét Sigurðardóttir í þjóðskrá - þar til fyrir einu og hálfu ári. Í dag ber hún grænlenska skírnarnafnið með stolti. Makkalitta opnaði sig um reynslu sína á Instagram í von um að vekja fólk til umhugsunar.Aðsend Hún er fjögurra barna móðir og eiginkona; menntuð sem þroskaþjálfi og starfar á sambýli á Egilsstöðum þar sem hún hefur fest rætur ásamt manni sínum, Guðjóni Ármannssyni. Um miðjan júlímánuð 2018 skelltu þau hjónin sér á tónlistarhátíðina Eistnaflug á Neskaupsstað. Með í för var bróðir Makkalittu og nokkrir góðir vinir. Það var mikið um dýrðir og þau skemmtu sér vel. Makkalitta rifjar upp að á laugardagskvöldinu, þann 14. júlí, hafi þau farið á tónleika með hljómsveitinni Týr. Hún hafði drukkið einn bjór rétt eftir hádegi, annan bjór seinnipartinn og var á þessum tímapunkti að drekka þann þriðja, þar sem hún stóð í þvögunni. Hún hafi því augljóslega ekki verið ofurölvi. „Þetta var um eittleytið um nóttina. Ég var ekki með bjórinn í glasi, heldur hélt ég á dós,“ segir hún. „Einhvern veginn hefur einverjum tekist að troða pillu eða einhverju efni ofan í dósina. Það seinasta sem ég man eftir er að ég var að labba frá íþróttahúsinu, þar sem tónleikarnir voru haldnir. Ég man ekkert eftir hvað tók við eftir það. Nákvæmlega ekki neitt.“ Samkvæmt Guðjóni, eiginmanni Makkalittu, hneig hún niður í bíl skömmu síðar, þegar þau voru á leiðinni að skutla vinafólki heim til sín. „Hann segir reyndar að hann hafi séð það fyrr, þarna í íþróttahúsinu,að ég var eitthvað skrítin og var ekki eins og ég átti að mér að vera. En hann keyrir beint með mig upp á sjúkrahús og ber mig þangað inn í fanginu, eins og ungabarn. Hann var auðvitað dauðhræddur sjálfur. Þar inni tóku á móti okkur herlið af læknum.“ Að sögn Makkalittu voru fyrstu viðbrögð lækna og hjúkrunarfólks að spyrja: „Hvað tók hún inn?“ Starfsfólkið hafi ósjálfrátt dregið þá ályktun að hún hafi sjálfviljug neytt einhverskonar fíkniefna. Hún segir það umhugsunarvert. „Ég veit ekki hvort það hafi haft eitthvað með það að gera að ég er með áberandi tattú, eða að við vorum þarna stödd á þungarokkshátíð. En ég er fjögurra barna móðir og ég hef aldrei á ævinni neytt fíkniefna eða verið í einhverju rugli.“ Frá Neskaupsstað.Vísir/Gunnar Reynir Ekkert mældist Makkalitta greindist með hjartasjúkdóm fyrir sextán árum en einkennin lýsa sér meðal annars í hjartsláttartruflunum og hröðum hvíldarpúls. Hún hefur síðan þá þurft að hlúa vel að sér og hún tekur inn hjartalyf tvisvar á dag. „Þegar Guðjón nefndi það síðan við læknanna að ég væri með undirliggjandi hjartasjúkdóm þá fór ákveðið „panikk“ástand í gang. Ég var strax tengd við hjartalínurit og blóðþrýstingsmæli og svo fóru í gang allskyns blóðprufur og rannsóknir. Blóðþrýstingurinn minn var víst 50 á móti 70 og púlsinn hrundi algjörlega niður. Þetta hefði getað endað hrikalega illa,“ segir Makkalitta en hún dvaldi í rúmlega hálfan sólarhring á sjúkrahúsinu. „Svo vaknaði ég upp, tengd við allskyns snúrur og leiðslur og hafði ekki hugmynd um hvað hafði gerst. Ég hélt fyrst að ég hefði fengið hjartaáfall en Guðjón útskýrði síðan allt fyrir mér; að ég hefði hrunið niður þarna í bílnum.“ Að sögn Makkalittu var haft samband við lögreglu í kjölfarið og rannsókn fór í gang. Það var gerð bæði blóð-og þvagrannsókn. „Það var sem sagt reynt að greina, eða skima, fyrir efninu sem var sett í drykkinn hjá mér en það mældist ekkert. Læknarnir og lögreglan sögðu mér að það væru óteljandi efni í umferð þarna úti sem væri verið að byrla, og að það væri ekki skimað nema fyrir einhverjum fimm eða tíu af þeim, það er að segja þessum algengustu efnum.“ Langt bataferli Næstu dagar, vikur og mánuðir voru erfiðir fyrir Makkalittu. „Ég var alveg hrikalega máttlaus og slöpp í marga daga á eftir. En það sem stóð helst upp úr þarna alveg í byrjun var sjálfsásökunin. Ég skammaðist mín svo hrikalega mikið. Mér fannst þetta allt saman vera mér að kenna. Hvað var ég eiginlega að þvælast á einhverri útihátíð? Af hverju var ég ekki bara heima með börnunum? Af hverju passaði ég mig ekki betur? Af hverju passaði ég ekki drykkinn minn betur? En með tímanum tókst mér samt að hrista af mér þessa hugsun, enda er hún algjörlega fáránleg. Auðvitað á ég rétt á að skemmta mér eins og hver annar.“ Hún bætir við að á undanförnum árum hafi henni gengið vel að vinna úr reynslunni, ekki síst með aðstoð sálfræðings sem hafi hjálpað henni að takast á við þessar hugsanaskekkjur. Makkalitta segir það hafa hjálpað sér mikið að deila reynslu sinni með öðrum.Aðsend Hún gerir sér grein fyrir því að hún slapp vægast sagt vel frá þessari lífsreynslu. „Ég var náttúrlega svo heppin að maðurinn minn var með mér þetta kvöld, og hann vék aldrei frá mér, ekki í eina sekúndu. Ég veit ekki hvernig þetta hefði endað ef ég hefði verið alein. Og ég er rosalega þakklát fyrir það. En þetta hefur samt haft þau áhrif að manni finnst maður eiginlega hvergi vera óhultur. Og maður á erfitt með að treysta. Ég er miklu varkárari á allt í kringum mig. Í dag er þetta þannig að ef ég fer út að skemmta mér, sem gerist nú ekki oft, þá læt ég aldrei bjóða mér í glas. Ég er alltaf með glasið í fanginu.“ Hún segir það líka hafa hjálpað gífurlega mikið að skila skömminni til baka, meðal annars með því að tjá sig um reynsluna á samfélagsmiðlum. Þar hefur hún fengið mikil viðbrögð og hún segir þónokkra hafa sett sig í samband við hana og deilt svipaðri reynslu. Nokkru eftir atvikið hafði önnur kona, tveggja barna móðir, samband við Makkalittu. Sú kona hafði einnig verið stödd á Eistnaflugi í júlí 2018 og kvaðst hafa orðið fyrir byrlun á föstudagskvöldinu. Hún var ekki eins heppin og Makkalitta. „Hún vaknaði upp morguninn eftir, í ókunnugu húsi og mundi ekkert.“ Mikilvægt að vera meðvitaður „Ég fór seinast út að skemmta mér fyrir tæpum tveimur mánuðum og sá þá konu sem var ofurölvi og var þarna með nokkrum karlmönnum. Ég gat ekki annað en hugsað um hvort hún væri örugg með þeim. Lögreglan sagði mér á sínum tíma að það væri einhverskonar „trend“ að setja efni ofan í glös hjá fólki og fylgjast svo með viðkomandi lyppast niður. Hversu sjúkt er það?“spyr Makkalitta jafnframt. „Ef maður sér konu sem stendur ekki í lappirnar og er innan um hóp af körlum, þá ætti maður hiklaust að athuga hvort hún sé ekki örugg, hvort hún þekki þá ekki örugglega. En ég tek það líka fram að þetta gildir auðvitað ekki bara um konur, líka karla, kvár, bara alla. Eins með það, af því að nú er ég til dæmis með þennan hjartasjúkdóm og í mínu tilfelli var þetta stórhættulegt. Þú veist aldrei hvort viðkomandi manneskja er með eitthvað undirliggjandi, eitthvað sem getur hreinlega drepið hana ef henni er byrlað.“ Makkalitta tekur fram að hún vilji síst af öllu skapa einverskonar „paranoju“og hindra fólk í að skemmta sér og hafa gaman. „Auðvitað eigum við að lifa lífinu og njóta. En ég vil endilega brýna fyrir fólki að vera meðvitað um þetta. Ég er alltaf að hvetja alla að fylgjast með umhverfinu og fólkinu í kringum sig. Mér finnst svo mikillvægt að við pössum upp á hvert annað.“
Kynferðisofbeldi MeToo Næturlíf Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira