Fótbolti

Rodman skaut þeim banda­rísku í undanúrslitin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Trinity Rodman fagnar sigurmarki sínu í dag. Sú með bleika hárið ætlar heldur betur að reynast liði sínu vel á leikunum.
Trinity Rodman fagnar sigurmarki sínu í dag. Sú með bleika hárið ætlar heldur betur að reynast liði sínu vel á leikunum. Getty/Brad Smith

Trinity Rodman tryggði bandaríska kvennalandsliðinu í fótbolta sæti í undanúrslitunum á Ólympíuleikunum í Tókýó.

Bandaríkin vann þá 1-0 sigur í framlengdum leik á móti Japan í átta liða úrslitum keppninnar.

Rodman skoraði eina mark leiksins í uppbótatíma fyrri hluta framlengingarinnar eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Crystal Dunn.

Þetta var þriðja mark Rodman á Ólympíuleikunum í ár en hún skoraði einnig í sigri á Sambíu og í sigri á Ástralíu.

Bandaríska landsliðið er búið að vinna fyrstu fjóra leiki sína á leikunum en þetta er fyrsta mót liðsins undir stjórn Emmu Hayes.

Bandaríkin mætir sigurvegaranum úr leik Spánar og Kólumbíu í undanúrslitunum.

Trinity Rodman skorar hér sigurmarkið sitt í dag.Getty/Marc Atkins



Fleiri fréttir

Sjá meira


×