Trump bakkar frá samkomulagi um kappræður Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. ágúst 2024 23:15 Trump fór mikinn á samfélagsmiðli sínum Truth Social í dag. Hann ætlar ekki að mæta í kappræður sem hann hafði áður samþykkt. getty Donald Trump segir það ekki koma til greina að mæta Kamölu Harris í kappræðum á sjónvarpsstöðinni ABC. Hann krefst þess að kappræðurnar fari fram á Fox News, þeim sjónvarpsmiðli sem er vinsælastur meðal stuðningsmanna hans. Það kveður við nýjan tón í baráttunni um Hvíta húsið, eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti dró framboð sitt til baka og Kamala Harris varaforseti kom í hans stað. Auknum áhuga hefur orðið vart á framboði Demókrata, eftir að Kamala bauð sig fram og niðurstöður skoðanakannana sýna vænlegri stöðu Demókrata. Þá hefur sjálfboðaliðum fjölgað ásamt áheitum. Á meðan Biden var enn í framboði hafði Trump samþykkt að mæta honum í kappræðum á sjónvarpsstöðinni ABC þann 10. september. Trump virðist hins vegar hafa skipt um skoðun á þessum kappræðum og segir í tilkynningu á samfélagsmiðli sínum Truth Social að kappræðurnar skuli haldnar þann 4. september í barátturíkinu Pennsylvaníu að áhorfendum viðstöddum. Ástæðu þessarar kröfu segir Trump vera hagsmunaárekstur vegna meiðyrðamáls sem hann hefur höfðað gegn sjónvarpsmanni ABC George Stephanopoulos, sem hélt því fram að Trump hefði verið fundinn sekur um nauðgun í máli E. Jean Carroll. Trump var gert að greiða Carroll 83 milljónir bandaríkjadala fyrr á þessu ári vegna meiðandi ummæla gegn henni. Það var eftir að hann var fundinn sekur um kynferðisofbeldi gegn Carroll. Trump segir að í ljósi þess að Biden hafi dregið framboð sitt til baka falli kappræðurnar á ABC um sjálfar sig. Þá standi hann einnig í fyrrgreindum málaferlum sem skapi hagsmunaárekstur. Teymi Harris hefur látið það skýrt í ljós að hún sé ekki samþykk þessum breytingartillögum sem Trump leggur fram og vill halda sig við fyrra plan. „Trump er logandi hræddur og að reyna að bakka út úr kappræðunum sem hann hafði áður samþykkt að taka þátt í og hleypur beint til Fox news í von um að þau skeri hann úr snörunni,“ sagði Michael Tyler talsmaður framboðs Harris við fréttaveitu NBC. „Herra „hvenær sem er, hvar sem er“ ætti ekki að eiga í neinum vandræðum með að mæta til leiks, nema ef hann er of hræddur við að mæta þann tíunda.“ Harris sjálf tók í sama streng á X. „Það er áhugavert að sjá hvernig „hvenær sem er, hvar sem er“ verður að „tiltekinn tími, tiltekinn öruggur staður,“ skrifaði Harris. It’s interesting how “any time, any place” becomes “one specific time, one specific safe space.”I’ll be there on September 10th, like he agreed to. I hope to see him there. https://t.co/zqng89X8QD— Kamala Harris (@KamalaHarris) August 3, 2024 Í dag skrifaði svaraði Trump á sínum miðli og sagði Harris sjálfa of hrædda fyrir „ALVÖRU kappræður“. „Ég mun mæta Harris 4. september, að öðrum kosti mun ég ekki mæta henni“. Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira
Það kveður við nýjan tón í baráttunni um Hvíta húsið, eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti dró framboð sitt til baka og Kamala Harris varaforseti kom í hans stað. Auknum áhuga hefur orðið vart á framboði Demókrata, eftir að Kamala bauð sig fram og niðurstöður skoðanakannana sýna vænlegri stöðu Demókrata. Þá hefur sjálfboðaliðum fjölgað ásamt áheitum. Á meðan Biden var enn í framboði hafði Trump samþykkt að mæta honum í kappræðum á sjónvarpsstöðinni ABC þann 10. september. Trump virðist hins vegar hafa skipt um skoðun á þessum kappræðum og segir í tilkynningu á samfélagsmiðli sínum Truth Social að kappræðurnar skuli haldnar þann 4. september í barátturíkinu Pennsylvaníu að áhorfendum viðstöddum. Ástæðu þessarar kröfu segir Trump vera hagsmunaárekstur vegna meiðyrðamáls sem hann hefur höfðað gegn sjónvarpsmanni ABC George Stephanopoulos, sem hélt því fram að Trump hefði verið fundinn sekur um nauðgun í máli E. Jean Carroll. Trump var gert að greiða Carroll 83 milljónir bandaríkjadala fyrr á þessu ári vegna meiðandi ummæla gegn henni. Það var eftir að hann var fundinn sekur um kynferðisofbeldi gegn Carroll. Trump segir að í ljósi þess að Biden hafi dregið framboð sitt til baka falli kappræðurnar á ABC um sjálfar sig. Þá standi hann einnig í fyrrgreindum málaferlum sem skapi hagsmunaárekstur. Teymi Harris hefur látið það skýrt í ljós að hún sé ekki samþykk þessum breytingartillögum sem Trump leggur fram og vill halda sig við fyrra plan. „Trump er logandi hræddur og að reyna að bakka út úr kappræðunum sem hann hafði áður samþykkt að taka þátt í og hleypur beint til Fox news í von um að þau skeri hann úr snörunni,“ sagði Michael Tyler talsmaður framboðs Harris við fréttaveitu NBC. „Herra „hvenær sem er, hvar sem er“ ætti ekki að eiga í neinum vandræðum með að mæta til leiks, nema ef hann er of hræddur við að mæta þann tíunda.“ Harris sjálf tók í sama streng á X. „Það er áhugavert að sjá hvernig „hvenær sem er, hvar sem er“ verður að „tiltekinn tími, tiltekinn öruggur staður,“ skrifaði Harris. It’s interesting how “any time, any place” becomes “one specific time, one specific safe space.”I’ll be there on September 10th, like he agreed to. I hope to see him there. https://t.co/zqng89X8QD— Kamala Harris (@KamalaHarris) August 3, 2024 Í dag skrifaði svaraði Trump á sínum miðli og sagði Harris sjálfa of hrædda fyrir „ALVÖRU kappræður“. „Ég mun mæta Harris 4. september, að öðrum kosti mun ég ekki mæta henni“.
Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira