Halda sínu striki þrátt fyrir veðrið Kjartan Kjartansson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 4. ágúst 2024 10:59 Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar. Vísir/Viktor Freyr Töluverður fjöldi þjóðhátíðargesta fékk inn í Herjólfshöllinni í Vestmannaeyjum í nótt vegna hvassviðrisins þar. Formaður þjóðhátíðarnefndar segist ekki eiga von á að veðrið riðli dagskránni á stærsta degi þjóðhátíðar þrátt fyrir að gul viðvörun taki gildi undir kvöld. Nokkuð var um að tjöld fykju og skemmdust í hvassviðrinu í Vestmannaeyjum í gær. Gul viðvörun var í gildi yfir daginn vegna þess. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, viðurkennir að veðrið hafi verið áskorun en telur að skipuleggjendur hafi tæklað það vel til þessa. „Við bara hleyptum krökkunum inn í íþróttahöllina okkar sem voru að missa tjöldin sín og það bara gekk rosa vel. Það var svona slatti bara,“ segir hann og vísar til Herjólfshallarinnar, yfirbyggðs knattspyrnuvallar í bænum. Nóttin var að öðru leyti róleg, að sögn Stefáns Jónssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Einn sé í fangaklefa vegna ölvunaróspekta. Vel hafi gengið miðað við allan þann fjölda sem sé í Herjólfsdal. „Við vorum bara sáttir við nóttina,“ segir hann en treystir sér ekki til að skjóta á hversu fjölmenn hátíðin sé í ár. Ekki hefur básið byrlega fyrir gesti þjóðhátíðar um helgina. Ekki er útlit fyrir að það breytist í dag.Vísir/Viktor Freyr Ný gul viðvörun vegna hvassviðris tekur gildi í Eyjum klukkan 18:00. Veðrið á ekki að byrja að ganga niður fyrr en eftir hádegi á morgun, en viðvörunin gildir til klukkan sex í fyrramálið. Jónas segir að stöðufundur verði haldinn klukkan 13:00 þar sem frekari ráðstafanir vegna veðurs verði ræddar. Sunnudagur er jafnan sá dagur þar sem mest er um dýrðir á þjóðhátíð í Eyjum en þá er brekkusöngurinn haldinn. Jónas á ekki von á að dagskráin riðlist vegna hvassviðrisins. Brekkusöngurinn og blysin verði á sínum stað. „Íslendingar eru harðir í horn að taka þannig að við bara tökum því sem kemur. Við höldum okkar striki bara,“ segir hann. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Kom úr sundi að brotnu tjaldinu „Við vorum í sundi og komum bara að þessu þegar allt var komið í sundur,“ segir Friðrik Dúi Þórólfsson 21 árs þjóðhátíðargestur. Hann er á meðal þeirra fjölmörgu sem veðrið í Eyjum hefur leikið grátt. 3. ágúst 2024 19:35 Sitja uppi með rifið tjald og engan næturstað í hífandi roki Stöllurnar Kristín María Snorradóttir og Karen Lind Helgadóttir sitja uppi með ónýtt tjald og engan næturstað eftir fyrstu nóttina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hávaðarok hefur verið í eyjum í morgun og valdið tjóni á tjaldsvæðunum. 3. ágúst 2024 15:51 Þjóðhátíð sett í alíslensku sumarveðri Þjóðhátíð í eyjum var formlega sett í gær að viðstöddum forseta Íslands Höllu Tómasdóttur og Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðksiptamálaráðherra í alíslensku sumarveðri. Meðal þeirra sem komu fram í gærkvöldi var Jóhanna Guðrún sem frumflutti þjóðhátíðarlagið „Töfra. 3. ágúst 2024 15:08 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Nokkuð var um að tjöld fykju og skemmdust í hvassviðrinu í Vestmannaeyjum í gær. Gul viðvörun var í gildi yfir daginn vegna þess. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, viðurkennir að veðrið hafi verið áskorun en telur að skipuleggjendur hafi tæklað það vel til þessa. „Við bara hleyptum krökkunum inn í íþróttahöllina okkar sem voru að missa tjöldin sín og það bara gekk rosa vel. Það var svona slatti bara,“ segir hann og vísar til Herjólfshallarinnar, yfirbyggðs knattspyrnuvallar í bænum. Nóttin var að öðru leyti róleg, að sögn Stefáns Jónssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Einn sé í fangaklefa vegna ölvunaróspekta. Vel hafi gengið miðað við allan þann fjölda sem sé í Herjólfsdal. „Við vorum bara sáttir við nóttina,“ segir hann en treystir sér ekki til að skjóta á hversu fjölmenn hátíðin sé í ár. Ekki hefur básið byrlega fyrir gesti þjóðhátíðar um helgina. Ekki er útlit fyrir að það breytist í dag.Vísir/Viktor Freyr Ný gul viðvörun vegna hvassviðris tekur gildi í Eyjum klukkan 18:00. Veðrið á ekki að byrja að ganga niður fyrr en eftir hádegi á morgun, en viðvörunin gildir til klukkan sex í fyrramálið. Jónas segir að stöðufundur verði haldinn klukkan 13:00 þar sem frekari ráðstafanir vegna veðurs verði ræddar. Sunnudagur er jafnan sá dagur þar sem mest er um dýrðir á þjóðhátíð í Eyjum en þá er brekkusöngurinn haldinn. Jónas á ekki von á að dagskráin riðlist vegna hvassviðrisins. Brekkusöngurinn og blysin verði á sínum stað. „Íslendingar eru harðir í horn að taka þannig að við bara tökum því sem kemur. Við höldum okkar striki bara,“ segir hann.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Kom úr sundi að brotnu tjaldinu „Við vorum í sundi og komum bara að þessu þegar allt var komið í sundur,“ segir Friðrik Dúi Þórólfsson 21 árs þjóðhátíðargestur. Hann er á meðal þeirra fjölmörgu sem veðrið í Eyjum hefur leikið grátt. 3. ágúst 2024 19:35 Sitja uppi með rifið tjald og engan næturstað í hífandi roki Stöllurnar Kristín María Snorradóttir og Karen Lind Helgadóttir sitja uppi með ónýtt tjald og engan næturstað eftir fyrstu nóttina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hávaðarok hefur verið í eyjum í morgun og valdið tjóni á tjaldsvæðunum. 3. ágúst 2024 15:51 Þjóðhátíð sett í alíslensku sumarveðri Þjóðhátíð í eyjum var formlega sett í gær að viðstöddum forseta Íslands Höllu Tómasdóttur og Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðksiptamálaráðherra í alíslensku sumarveðri. Meðal þeirra sem komu fram í gærkvöldi var Jóhanna Guðrún sem frumflutti þjóðhátíðarlagið „Töfra. 3. ágúst 2024 15:08 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Kom úr sundi að brotnu tjaldinu „Við vorum í sundi og komum bara að þessu þegar allt var komið í sundur,“ segir Friðrik Dúi Þórólfsson 21 árs þjóðhátíðargestur. Hann er á meðal þeirra fjölmörgu sem veðrið í Eyjum hefur leikið grátt. 3. ágúst 2024 19:35
Sitja uppi með rifið tjald og engan næturstað í hífandi roki Stöllurnar Kristín María Snorradóttir og Karen Lind Helgadóttir sitja uppi með ónýtt tjald og engan næturstað eftir fyrstu nóttina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hávaðarok hefur verið í eyjum í morgun og valdið tjóni á tjaldsvæðunum. 3. ágúst 2024 15:51
Þjóðhátíð sett í alíslensku sumarveðri Þjóðhátíð í eyjum var formlega sett í gær að viðstöddum forseta Íslands Höllu Tómasdóttur og Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðksiptamálaráðherra í alíslensku sumarveðri. Meðal þeirra sem komu fram í gærkvöldi var Jóhanna Guðrún sem frumflutti þjóðhátíðarlagið „Töfra. 3. ágúst 2024 15:08