Fótbolti

Brynjar Ingi og Logi skoruðu báðir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brynjar Ingi Bjarnason skoraði næstum því sigurmark síns liðs í kvöld.
Brynjar Ingi Bjarnason skoraði næstum því sigurmark síns liðs í kvöld. Getty/Juan Mauel Serrano Arce

Brynjar Ingi Bjarnason og Logi Tómasson voru báðir á skotskónum í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Brynjar Ingi Bjarnason kom HamKam í 3-2 á lokamínútum leiksins en Viking náði að jafna skömmu síðar og tryggja sér 3-3 jafntefli.

Markið skoraði Brynjar á 84. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Gard Simenstad.

Viking komst yfir í 1-0 og 2-1 í leiknum en HamKam náði að snúa leiknum við og komast yfir með marki Brynjars sex mínútum fyrir leikslok

Brynjar Ingi spilaði allan leikinn í vörn HamKam og Viðar Ari Jónsson spilaði fyrri hálfleikinn.

Logi Tómasson skoraði mark Strömsgodset í 2-3 tapi á heimavelli á móti Brann. Þetta var fjórða deildarmark Loga á leiktíðinni.

Markið skoraði hann á 38. mínútu leiksins með skoti úr vítateignum. Logi var tekinn af velli á 71. mínútu.

Júlíus Magnússon var með fyrirliðabandið þegar Fredrikstad gerði markalaust jafntefli á heimavelli á móti KFUM Oslo.

Hilmir Mikaelsson kom inn á sem varamaður á 78. mínútu þegar Kristiansund vann 2-1 heimasigur á Lilleström eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleiknum. Staðan var 2-1 þegar Hilmir kom inn á völlinn.

Stefán Ingi Sigurðarson kom inn á sem varamaður á 65. mínútu þegar Sandefjord tapaði 2-1 á útivelli á móti Sarpsborg 08.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×