Sport

Liggur ó­vígur á spítala nokkrum dögum fyrir titilvörnina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gianmarco Tamberi liggur á sjúkrahúsi.
Gianmarco Tamberi liggur á sjúkrahúsi. instagram síðan Gianmarcos Tamberi

Gianmarco Tamberi, sem deildi gullverðlaunum í hástökki á Ólympíuleikunum í Tókýó, liggur á spítala nokkrum dögum áður en titilvörn hans hefst í París.

Eitt eftirminnilegasta augnablik síðustu Ólympíuleika var þegar Tamberi og Mutaz Barshim frá Katar deildu gullverðlaunum í hástökki.

Tamberi á að hefja titilvörnina á miðvikudaginn en einhver bið verður á því að hann fari til Parísar þar sem hann var lagður inn á spítala á laugardaginn.

„Ótrúlegt. Þetta getur ekki verið satt. Í gær [í fyrradag] fann ég mikinn verk í síðunni,“ skrifaði Tamberi á Instagram. Hann sagði að hann væri líklega með nýrnastein.

„Og núna, þremur dögum fyrir viðburð sem ég fórnaði öllu fyrir, ligg ég hjálpavana uppi í rúmi með 38,8 stiga hita.“

Undankeppnin í hástökkinu fer fram á miðvikudaginn en úrslitin á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×