Þrátt fyrir að vera aðeins nítján ára hefur Neves leikið níu landsleiki fyrir Portúgal og var í portúgalska hópnum á EM í sumar. Hann kom við sögu í tveimur leikjum í Þýskalandi.
Neves braut sér leið inn í aðallið Benfica í byrjun síðasta árs. Hann lék 75 leiki fyrir liðið og skoraði fjögur mörk. Neves varð portúgalskur meistari með Benfica í fyrra.
Neves skrifaði undir fimm ára samning við PSG. Þar hittir hann fyrir félaga sína í portúgalska landsliðinu: Goncalo Ramos, Danilo Pereira, Nuno Mendes og Vitinha.
PSG varð franskur meistari á síðasta tímabili og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Í sumar yfirgaf markahæsti leikmaður í sögu félagsins, Kylian Mbappé, það og gekk í raðir Evrópu- og Spánarmeistara Real Madrid.