Upp­gjör: Breiða­blik - Fylkir 3-0 | Breiða­blik sýndi spari­hliðarnar á köflum í sann­færandi sigri gegn Fylki

Andri Már Eggertsson skrifar
viktor karl
Vísir/ Pawel

Breiðablik lagði Fylki að velli með þremur mörkum gegn engu þegar liðin áttust við í 17. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Kópavogsvelli í kvöld. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði tvívegis af vítapunktinum og Viktor Örn Margeirsson reif fram skotskóna.

Eins og við var að búast voru Blikar mun meira með boltann í leiknum. Fyrsta hálftímann gekk þó illa að finna glufur á þéttum varnarmúr Fylkisliðsins. Aron Bjarnason komst næst því að finna netmöskvana á marki Fylkis og Höskuldur Gunnlaugsson átti skemmtilega tilraun þegar hann reyndi að setja boltann yfir Ólaf Kristóf Helgason með skoti frá miðlínu.

Það var svo eftir rúmlega háltíma leik sem téður Höskuldur braut ísinn fyrir heimamenn. Fyrirliðinn skoraði þá úr vítaspyrnu sem dæmd var á Orra Svein Segatta fyrir að brjóta á Ísaki Snæ Þorvaldssyni. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var ekki par sáttur við þá ákvörðun Ívars Orra Kristjánsson og ræddi þann dóm í þó nokkra stund við Vilhjálm Alvar Þórarinsson, fjórða dómara leiksins.

Atvik leiksins

Stjörnur og skúrkar

Það er unun að horfa á Höskuld fá boltann í fætur í millisvæðinu, snúa með hann og skapa hættu með sendingum sínum. Fyrirliðinn gerði það trekk í trekk í þessum leik auk þess að setja boltann rétta leið af vítapunktinum í tvígang. Höskuldur hefur nú skorað sex mörk í deildinni í sumar.

Aron Bjarnason var líflegur og hættulegur á hægri vængnum en hann lagði upp mark Viktors Arnar. Ísak Snær var svo ferskur í fremstu víglínu en hann nældi í tvær vítaspyrnur í leiknum.

Að sama skapa var varnarleikur miðvarða Fylkis, Orra Sveins Segatta og Ásgeirs Eyþórssonar í báðum tilvikunum þar sem Ísak Snær náði í víti fremur klaufalegur.

Theódór Ingi Óskarsson hleypti smá lífi í annars bitlausan sóknarleik Fylkis eftir að hann kom inná sem varamaður. Nikulás Val Gunnarssyni var vorkunn yfir hversu lítinn stuðning hann fékk frá liðsfélögnum sínum bæði í pressu og v

Dómarar leiksins

Ívar Orri Kristjánsson og hans teymi áttu gott kvöld og báðir vítaspyrnudómarnir voru réttir. Leikurinn fékk að flæða vel og engar ákvarðanir sem orkuðu tvímælis. Þjálfarar og leikmenn fengu að blása innan marka og góð leikstjórn hjá kvartettnum. 

Stemming og umgjörð

Leikurinn var spilaður við nánast fullkomnar aðstæður. Rigning og vökvun vallarstarfsmanna gerðu það að verkum að gervigrasið var hæfilega blautt til þess að boltinn flaut vel á milli leikmanna liðanna.

Veðurguðirnir gerðu hlé á monsúnregninu sem lamið hefur landann í sumar rétt á meðan þessum fótboltaleik stóð og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir það.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira