Bannið fá þeir fyrir söng sem þeir tóku er Spánverjar urðu Evrópumeistarar. Það er ekki svo að söngurinn sem slíkur hafi verið svo slæmur að hann kallaði á bann heldur var það textinn.
Þeir félagar sungu að Gíbraltar væri hluti af Spáni í sigurgleðinni.
Knattspyrnusambandi Gíbraltar var ekki skemmt er þeir heyrðu sönginn og kærðu til UEFA.
Bannið fá þeir í raun fyrir óíþróttamannslega hegðun. Þeir munu því missa af leik Spánverja og Serba í byrjun næsta mánaðar.
Bretar ráða Gíbraltar en Spánverjar hafa lengi kallað eftir því að fá aftur yfirráð yfir dvergríkinu.