Slysið varð um hálftvöleytið í dag í Þverholti í Mosfellsbæ. Að minnsta kosti einn slasaðist.
Fyrr í dag var greint frá því að tafir hefðu orðið vegna smávægilegs áreksturs sem varð á Kringlumýrarbraut. Það varð til þess að tafir urðu á umferð þar og á Hafnarfjarðarvegi.