Fótbolti

ÍR upp í fjórða sæti Lengju­deildarinnar

Siggeir Ævarsson skrifar
ÍR-ingar halda áfram að safna stigum í sarpinn
ÍR-ingar halda áfram að safna stigum í sarpinn Facebook ÍR Fótbolti

ÍR-ingar eru komnir í góða stöðu fyrir lokasprettinn í Lengjudeild karla en liðið lagði Þrótt 1-0 í Breiðholtinu í kvöld.

Róbert Elís Hlynsson skoraði eina mark leiksins á 20. mínútu en Þróttarar virkuðu líflausir í kvöld og ekki líklegir til stórræða þrátt fyrir að töluvert væri undir.

Bæði lið eru í harði baráttu um sæti í úrslitakeppni Lengjudeildarinnar og eru ÍR-ingar komnir í algjöra lykilstöðu með sigrinum en liðið lyfti sér upp fyrir Njarðvík með sigrinum í kvöld og í 4. sæti deildarinnar með 26 stig.

Njarðvíkingar eiga þó leik til góða en þeir sækja Þórsara heim á Akureyri á laugardaginn. Þróttarar eru í 7. sæti með 20 stig, þremur stigum á undan Þór og Njarðvík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×