Af hverju eru Bandaríkjamenn svona lélegir í boðhlaupi? Siggeir Ævarsson skrifar 10. ágúst 2024 09:00 Christian Coleman reynir af veikum mætti að rétta Kenneth Bednarek keflið í hlaupinu í gær. vísir/Getty Enn eina Ólympíuleikana komst karlaboðhlaupssveit Bandaríkjanna ekki á verðlaunapall í 4x100 metra boðhlaupi eftir að liðið var dæmt úr leik í úrslitum í gær. Tuttugu ár eru liðin síðan Bandaríkin unnu síðast til verðlauna í greininni. Bandaríkin hafa undanfarin ár átt marga af sterkustu hlaupurum heims en þeim hefur engu að síður mistekist trekk í trekk að vinna til verðlauna í 4 x 100 metra boðhlaupi á Ólympíuleikunum. Liðið þótti sigurstranglegt í ár, jafnvel þó svo að Noah Lyles hafi þurft að draga sig úr keppni vegna covid smits. En liðið komst ekki einu sinni upp úr undanriðlinum. Skiptin hjá Christian Coleman og Kenny Bednarek voru algjörlega misheppnuð og þegar Bednarek komst loks af stað kom í ljós að skiptin voru ólögleg og liðið var dæmt úr keppni. Ótrúleg hrakfallasaga og misheppnuð skipti trekk í trekk Bandaríska liðið vann greinina árið 2000 en síðustu verðlaun liðsins komu í hús í 2004 þegar liðið endaði í öðru sæti eftir misheppnuð skipti sem kostuðu liðið sigurinn. 2008 missti liðið keflið og komst ekki upp úr undanriðli. 2012 náði liðið öðru sæti á eftir Jamaíku en var síðan dæmt úr leik vegna lyfjamisnotkunar Tyson Gay. 2016 var liðið dæmt úr leik í úrslitum eftir misheppnuð skipti og árið 2021 náði liðið ekki í úrslit, enn á ný eftir misheppnuð skipti. Misheppnuð skipti eru eins og rauður þráður í þessari upptalningu. Það er engu líkara en hlaupararnir kunni einfaldlega ekki að rétta keflið á milli. Carl Lewis, sem vann níu sinnum til gullverðlauna á Ólympíuleikunum, er ekki sáttur við þjálfun liðsins og hefur kallað eftir því að kerfið verði sprengt upp og vandar þjálfurum liðsins ekki kveðjurnar. It is time to blow up the system. This continues to be completely unacceptable. It is clear that EVERYONE at @usatf is more concerned with relationships than winning. No athlete should step on the track and run another relay until this program is changed from top to bottom. https://t.co/Re6THj8QTm— Carl Lewis (@Carl_Lewis) August 9, 2024 Það er þó vert að halda því til haga að þetta sama þjálfarateymi stýrði kvennaliði Bandaríkjanna til sigurs í sömu grein en kvennasveitin hefur alls unnið gullið tólf sinnum og virðist hreinlega bara vera mun betur samstillt en karlasveitin. Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Sjá meira
Bandaríkin hafa undanfarin ár átt marga af sterkustu hlaupurum heims en þeim hefur engu að síður mistekist trekk í trekk að vinna til verðlauna í 4 x 100 metra boðhlaupi á Ólympíuleikunum. Liðið þótti sigurstranglegt í ár, jafnvel þó svo að Noah Lyles hafi þurft að draga sig úr keppni vegna covid smits. En liðið komst ekki einu sinni upp úr undanriðlinum. Skiptin hjá Christian Coleman og Kenny Bednarek voru algjörlega misheppnuð og þegar Bednarek komst loks af stað kom í ljós að skiptin voru ólögleg og liðið var dæmt úr keppni. Ótrúleg hrakfallasaga og misheppnuð skipti trekk í trekk Bandaríska liðið vann greinina árið 2000 en síðustu verðlaun liðsins komu í hús í 2004 þegar liðið endaði í öðru sæti eftir misheppnuð skipti sem kostuðu liðið sigurinn. 2008 missti liðið keflið og komst ekki upp úr undanriðli. 2012 náði liðið öðru sæti á eftir Jamaíku en var síðan dæmt úr leik vegna lyfjamisnotkunar Tyson Gay. 2016 var liðið dæmt úr leik í úrslitum eftir misheppnuð skipti og árið 2021 náði liðið ekki í úrslit, enn á ný eftir misheppnuð skipti. Misheppnuð skipti eru eins og rauður þráður í þessari upptalningu. Það er engu líkara en hlaupararnir kunni einfaldlega ekki að rétta keflið á milli. Carl Lewis, sem vann níu sinnum til gullverðlauna á Ólympíuleikunum, er ekki sáttur við þjálfun liðsins og hefur kallað eftir því að kerfið verði sprengt upp og vandar þjálfurum liðsins ekki kveðjurnar. It is time to blow up the system. This continues to be completely unacceptable. It is clear that EVERYONE at @usatf is more concerned with relationships than winning. No athlete should step on the track and run another relay until this program is changed from top to bottom. https://t.co/Re6THj8QTm— Carl Lewis (@Carl_Lewis) August 9, 2024 Það er þó vert að halda því til haga að þetta sama þjálfarateymi stýrði kvennaliði Bandaríkjanna til sigurs í sömu grein en kvennasveitin hefur alls unnið gullið tólf sinnum og virðist hreinlega bara vera mun betur samstillt en karlasveitin.
Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Sjá meira