Sport

Sjúkra­t­eymi Bret­lands bjargaði lífi þjálfara Úsbek­istan

Siggeir Ævarsson skrifar
Tulkin Kilichev (til vinstri) ásamt Bobo-Usmon Baturov
Tulkin Kilichev (til vinstri) ásamt Bobo-Usmon Baturov vísir/Getty

Skjót viðbrögð sjúkrateymis breska landsliðsins í hnefaleikum björguðu lífi Tulkin Kilichev, þjálfara Úsbek­istan í hnefaleikum, þegar Kilichev fór í hjartastopp á fimmtudaginn.

Kilichev var að fagna gullverðlaunum landa síns, Hasanboy Dusmatov, en fagnaðarlætin tóku algjöra u-beygju þegar Kilichev fór skyndilega í hjartastopp. 

Læknateymi Bretlands var einnig í salnum og þeir Robbie Lillis, læknir, og Harj Singh, sjúkraþjálfari, þustu á vettvang. Harj hóf þegar í stað skyndihjálp og hjartahnoð og skömmu síðar gaf Lillis honum stuð með hjartastuðtæki.

Kilichev var fluttur á sjúkrahús eftir að hann kom aftur til meðvitundar og er líðan hans stöðug. Hann er ekki fyrsti þjálfarinn sem lendir í því að fá hjartastopp á Ólympíuleikunum í ár og raunar ekki fyrsti hnefaleikaþjálfarinn en til allrar hamingju var læknateymi á staðnum að þessu sinni sem brást við nánast samstundis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×